Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 18
12 ÆGIR botni þeirra. Kassarnir standa um meter frá gólfi og eru allir bikaðir með blakk- fernis til að verja þá fúa. í hverjum kassa er pláss fyrir all að 24,000 laxahrogn, og tekur þvi klakhúsið alls um 280,000 laxahrogn, það er 40 litra, því eftir talningu virtist okkur fara um 7,000 laxahrogn þar i litir. F*ess skal getið, að á þessu sumri var kvíslin sem rennur i Laxá friðuð og átti þar að vera trygging fyrir riðlaxi til klakstöðvarinnar, en sú raun varð á, að þaðan fengust ekki hrogn sem skildi, og er þvi ekki annað sýnna, en að búend- ur að Laxamýri verði að geyma nokkuð af þeim laxi sem siðast gengur í kisturn- ar að sumrinu, og er aðstaða allgóð til þess. Við byrjuðum að veiða til klaksins 25. september, tók eg fyrst hrogn 9 október en síðast 16. október, voru það alls 450,000 laxahrogn, síðar voru tekin um 800 silungahrogn sem einnig voru lögð i klakhúsið. Vatnið er ekki eins vel hreint og æski- legt væri, en úr því er hægt að bæta með því að láta það renna gegnum fleiri tunnur, áður en það fer út i klak- kassana. Þá er eg fór að norðan um áramótin síðustu var útlit gott með ásigkomulag hrognanna. Eftir að eg fór frá Laxamýri hefir Sigurjón Egilsson á hendi úrtýnslu og eftirlit með hrognunum, og rækir hann það starf með mikilli samvizkusemi og ástundun. 19. október ferðaðist eg norður að Vikingavatni eftir beiðni Guðmundar Kristjánssonar bónda þar. Ráðlagði eg að flytja þangað seiði þar eð áta virðist vera mikil i vatninu, en silungur svo lít- ill að ekki er unt sem stendur að fá þar hrogn til klaks. Ennfremnr var á þessu ári bygt sil- ungaklakhús að Haga f Aðaldal eftir minni fyrirsögn, er það torfhús, gólfflöt- ur 1, 5x2 m. Rúmar það hús 80000 silungahrogn í 8 kössum 210 cm. löng- um, 28 cm. breiðum og 10 cm. djúpum. og er sía í botni þeirra og göflum. — Þetta er lindaklak; flest voru hrognin tekin úr silungi sem gekk úr Laxá. Þó voru þangað og flutt 20,000 bleikjuhrogn frá Mývatni. Umsjón með klakinu hefir á hendi Þorgeir Jakobsson Haga. Hrogn- in þar virtust vera i góðu ásigkomu- lagi. Þá hefi eg tekið fram hið helzta af starfi minu í klakmálunum 1922 og þá um leið vil jeg láta þá von og ósk í Ijósi, að það sem hér hefir verið gert verði ekki dýr reynsla heldur dýrmæt, ekki einungis fyrir Þingeyjarsýslu — þar sem tilraun- irnar hafa verið settar á fót — heldur fyrir landið í heild sinni. Vitanlega væri mjög æskilegt að slikar tilraunir væru gerðar víðar, vegna þess að skilirðin eru svo ólik í hinum ýmsu ám og vötnum. enda mun nú vera vaknað- ur svo áhugi fyrir þessu máli, að menn vilja eitthvað til þess vinna að gera til- raun með að fá aukna silungs- og lax- veiði sína, og ráðið til þess er að eyði- leggja selinn en klekja út laxi og silungi svo framt að því sé fylgt með framsýni, áhuga og þó ekki sizt þekkingu á því hvað sé verið að gera, því eins og það er vist, að klakið gefur margfaldan ávöxt þar sem skilyrði era til þess svo sem áta, eins er það og víst að sé ekki um slíkt að ræða, verður kostnaðurinn hið eina sem vér berum úr bítum. Eg læt hér með fylgja reikning fyrir árið 19^2. Reikningur fyrir árið 1922 lítur þann- ig út:

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.