Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 20
14 ÆGIR lcunnugt er heíir einnig máli þessu verið hreyft út á við, við alþingi og ríkisstjórn. Að áskorun sýslunefndar Vestur-Barða- strandarsýslu (ár 1918) hefir lega sima- línunnar verið athuguð og ákveðin af herra landsímaverkfræðing 0. Forberg. Vonir hafa verið gefnar um það, að þá og þegar myndi að því undið að leggja símalínu þessa. Þó hefir framkvæmdun- um verið slegið á frest all að þessu, og má það vonlegt heita, þegar litið er á óáran undanfarinna ára vegna dýrtíðar og annarar örðugieika. En nú þykir ílestum þeir timar fara í hönd, að við svo búið sé ei vert að una lengur, eink- um þegar þess verður vart, að héruð, sem um líkt leyti mæltust til þess að fá síma, eru þegar búin að fá óskir sínar uppfyltar, án þess að séð verði að þörfin hafi verið meiri þar en hér. Það sem eru því ákveðin tilmæli og fastar vonir hreppsbúa er, að alþing og ríkisstjórn ákveði í ár (1923) fjárframlag til fram- kvæmdar málinu og sjáí um að verkinu verði veitt forstaða og umsjón. Lendingabœtur. Atvinnugrein sú, er hagur og afkoma hreppsbúa hefir mesl- an stuðning af er sjávarútvegur. Er sú atvinna stunduð mest að vorinu en einn- ig allmikið sumar og haust eftir þvi, sem ástæður og tíðarfar leyfir. Að vorinu gera hreppsbúar út frá 20—30 árabáta með 80—100 manna áhöfn, eða 4 og stund- um 3 menn á hvorum bát. Helzta veiði- stöð í hreppnum er Kollsvík. Hafa róðið þaðan fyrir nokkrum árum 20—24 bát- ar þegar flestir hafa verið yfir vorvertíð; en hin siðari árin fækkaði þeim, einkum yfir stríðsárin, því þá var fiskisældin jöfn inn til fjarða sem út til nesja og reru því margir í heimræði sem áður fluttu i verstöð. Yfirleitt má telja fiskisælt með- fram ströndu hreppsins, þó oft séu höml- ur á því að ná þar afla úr sjó. Vegna þess hve ströndin liggur mjög fyrir opnu hafi, eru brimsjóar svo tíðir þar við lendingai'. Skilyrðin frá náttúr- unnar hendi eru líka þannnig, að ekki er um neina trygga eða góða lendingu að ræða nema innarlega í Patreksfirði. Lendingarnar sumar verða fyrir ýmsum breytingum og skemdum af í- og úr- burði sands. Á öðrum stöðum eru klapp- ir og stórgrýti, sem þarf að sprengja og ryðja burt, et nokkur tök ættu á því að vera að koma þar að landi þegar brim- sjóar eru. Oft ber það við, þegar afla- brögð standa yfir sem hæst, að menn verða að sitja á landi dögum saman vegna brims, þótt útsjórinn sé spegilfag- ur og sléttur, og sætta sig við það þótt mikill afli gangi þeim úr greipum. En ef sóttur er sjór í tvísýnu, er teflt á tvær hættur um það að náð verði sömu lend- ingu, eða öllu heldur oft lagt á hættu um að ná þar lendingu, heldur en að snúa frá. Það er álitamál að svo verði bætl um lendingar á þessu svæði, að sjósókn fari við það í vöxt svo nokkru nemi, nema þá með ærnum tilkostnaði, en hitt er öllum Ijóst, að allmiklar umbætur má gera á mörgum lendingum svo hættu- minna og öruggara sé að leita þar land- töku, þegar sjór og veður spillist meðan á sjóferð stendur. Lendingar þær, sem einkum er haft i hyggj11 bæta, eru: 1. í Kollsvik, 2. á Gjögrum í Örlygsböfn og 3. lagfærðar lendingar í Breiðavík og Hænuvík. Kollsvikur hefir hér á undan verið getið sem helztu veiðistöðvar hreppsins, en hún hefir jafnframt eina ótryggasta lendinu. Af því hvortveggja er augljóst, hve brýna nauðsyn ber til að bætt sé úr i téðu efni, eftir þvi sem föng eru á, og skal þvi ekki orðlengt um það frekar. Gjögrar i Örlygshöfn eru þannig í sveit

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.