Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 21
ÆGIR settir, að þar um liggja mestar samgöng- ur úthéraða hreppsins við kauptúnið á Patreksfirði, hæði að hausti til og yfir veturinn, og einnig er þaðan útræði að vorinu. Þar er því oft farið um i mis- jöfnu, þvi við sama vandann er þar að etja, sem viða annarstaðar —• þ. e. slæma lendingu. Það er talið fullvist, að með ekki mjög tilfinnanlegum kostnaði megi bæta svo lendingu þar, að hún geti tal- ist sæmilega örugg í þvi veðri, sem verið er i á sjó eða farið þverfirðis. Breiðavík og Hænuvík eru báðar veiði- stöðvar, sem róið er frá vor, sumar og haust, eftir því sem tíðarfar og ástæður manna leyfa. í báðum stöðunum eru slæmar lendingar, sem baita má ef efni og tæki eru til, sem til þess þurfa, án þess að það hafi mjög mikinn kostnað i för með sér. Af því, sem greint er frá hér að fram- an má það ráða, að hér i sveit er verk til að vinna fyrir margar verkfúsar hend- ur; en »Margar hendur vinna létt verk«, einkum ef ekki vantar »aíl þeirra hluta, sem gera skal«, þ. e. fjármagnið. Manns- aflið vantar oss ekki, eu afl fjármunanna ei því miður ekki í allra vösum. Vér hljótum því að leita liðs og aðstoðar hjá þeim er fjárráð alþjóðar hafa i höndum, til þess áhugamál vor komist í fram- kvæmd. Einnig berum vér það traust til Fiskifélags Islands, að það styðji oss að málum með sinu atfylgi í simamálinu og ef ástæður þess leyfa með nokkru fé til lendingabóta. Það er ómótmælanleg nauðsyn að fá málum þessum komið í framkvæmd, eins og að nokkru leyti er bent á i lin- um þessum, en ýmsum allveigamiklum ástæðum er þó slept. Eg vil að eins bæta þvi við viðvíkjandi simalagningarmálinu, að simi gæti orðið góður vegvisir á slæm- um fjallvegum þar, sem bæði er póstleið 15 og almenn umferð. Og síðast en ekki sist þægilegur boðberi trá vita- og veiðistöðv- um, sem liggja afskektust á yzta eg vest- asta horni hreppsins. Kr. Júl. Kristjánsson. Fundargerð. Ár 1922, laugardaginn 2. des., var að- alfundur Fiskifélagsdeildarinnar »Víking- ur« í Rauðasandshreppi settur og hald- inn að Grundum í Iíollsvik samkvæmt fundarboði. Formaður Jón Guðjónsson nefndí til fundarstjóra Kr. Júl. Kristjánsson og rit- ara nórarinn Bjarnason, og var sú til- nefning samþykt. Málefni: 1. Lagðnr fram yfirskoðaður reikning- ur deildarinnar fyrir árið 1922. Var hann samþyktur í einu hljóði. 2. Kosið í stjórn til eins árs. — Kosnir voru: Jón Guðjónsson Breiðavík, Kr. Júl. Kristjánsson Grundum og Daniel Ó. Egg- ertsson Látrum. Varamaður í stjórn var kosinn Haraldur ólafsson Breiðavík. — Enderskoðendur næsta ársreikninga voru kosnir: Guðm. B. ólafsson og Þeódór Kristjánsson. 3. Formaður lagði fram bréf frá erind- reka Kristjáni Jónssyni á ísafirði, þar sem hann biður deildina um álit sitt um fiskiveiðar með ádráttarnót (snurre- vaadj innan landhelgis, hvort valda mundi skemdum á fiskimiðum. Eftir umræður varð þetta að fundarályktun: »Þar eð fundurinn hefir sama og enga reynslu i téðu efni, vill hann ekki gefa fullnaðar álit um það, eins og sakir standa«. 4. Símalagning um Rauðasandshrepp.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.