Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 22
16 ÆGIR Um mál það urðu allmiklar umræður. Að þeim loknum var svohljóðandi til- laga borin upp og samþykt i einu hljóði: »Vegna langs dráttar sem orðinn er á símalagningu hér i Rauðasandshreppi, skorar Fiskifélagsdeildin »Víkingur« á stjórn Fiskifélagsins, að hún beiti sér fyrir því við ríkisstjórn og símastjórn að hraðað verði framkvæmd á máli þessu. 5. Lendingabætur. Efíir umræður, sem báru það með sér hve brýn þörf væri á, að bættar yrðu lendingar á ýmsum stöð- um í hreppnum, kom fram svohljóðandi tillaga: »Fundurinn vill fara þess á leit við Fiskifélag íslands, að það, ef ástæður leyfa, vildi styrkja deildina með fjár- framlagi til lendingabóta i hreppnum, er næmi að upphæð alt að kr. 1000 — eitt þúsund kr. 6. Samþykt var, að Fiskifélagsdeildin eftir beiðni útsölumanns, hefði á sínum vegum útbýting á blaðinu »Ægir« til kaupenda og innköllun á andvirði þess frá nýjári 1923 að telja. Fleiri mál voru ekki rædd. Fundi slitið. Kr. Júl. Krisljánsson (fundarstjóri). Pórarinn Bjarnason (ritari). Manntjón og lirakningur. Hinn 4. febrúar fóru 6 vjelbátar i flski- róður úr Álftafirði hjer við Djúp. Var veður bjart fyrri hluta dags, en snarpur stormur á norðan. En er leið á daginn gerði fannkomu nokkra og dimmviðri er jókst eftir því sem á kvöldið leið, svo bátarnir náðu eigi heim. Lenti einn þeirra á Eyri í Seyðisfirði um nóttina með bil- aða vjel, en fjórir þeirra lögðu til um nóttina og komu að heilu og höldu heim um morguninn. Einn bátanna hafði haldið inn eftir Djúpi og kl. um 6 um morguninn kendi hann grunns á Melgraseyraroddum (yzt á Langadalsströnd). Hrökk formaðurinn er var við stýrið þá útbyrgðis, og hefir hann eigi fundist enn þá, en hásetarnir létu um stund fyrirberast í bátnum. Eftir all-langan tíma frá þvi báturinn lenti, tókst þó þremur þeirra að komast í land. Náðu tveir þeirra til bæjar á Mel- graseyri um daginn, sem er þó all-lang- ur vegur og villugjarn, en einn þeirra er í land komst fanst örendur skamt frá flæðarmálinu. Var það óhapp mikið að báturinn skyldi lenda utan við Oddana, þvi þegar inn fyrir þá kemur er ládeyða og víðast slétt fjara. Þeir sem fórust voru: Magnús Ásgeirsson, formaður bátsins, fyrv. hreppsnefndaroddvít í Súða- víkurhreppi. Hann var um þrítugt, efnis- maður ókvæntur. Veturliði Ásgirsson húsmaður í Súðavik. Lætur eftir sig ekkju og 8 börn á unga aldri. Þorseinn Jónsson bónda Her- mannssonar i Súðavik. Kvæntur og átti börn. En hinir sem af komust heita Jó- hannes Jónsson '(bróðir Forsteins) og Hagalín Magnússon. Baturinn hét »Tjaldur« og var eign Ásgeirs I. Ásgeirssonar kaupm. i Tröð i Álftafirði. Var hann trygður i Vélbáta- ábyrgðarfélagi Isfirðinga en lágt, svo eig- andinn bíður talsvert tjón. Norðanstormur þessi, er stóð frá sunuu- degi til föstudags, var einn af þeim stór- gerðustu er hér koma. Segjast elztu menn eigi mnna meiri hafsjó um þetta leyti árs. Smástreymi bjargaði því, að eigi urðu bér stórskaðar á bátum og húsum, er nærri sjó standa. Kr. J.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.