Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 4
50 ÆGIR mismunurinn á þessum útiþurkaða íiski hljóti að liggja í því, að þegar íiskur- inn upphaflega ekki er nægilega þurkaður fyrir þessa hnattlegu, og blotnar upp eða linast við hitann, þá helst hann lengur rakur því þjettari sem um- búðirnar eru um hann, og er í því ástandi nokkuð móttækilegri fyrir skemd- um, og sumpart getur hann í flutningnum hafa verið misjafnlega undirorpinn skemdum. Byggi jeg þessa skoðun sumpart á þvi, að mjer finst hún eðlileg, og sumpart á reynslunni við nákvæma eftirtekt á útliti fisksins í hinum ýmsu umbúðum, því fiskurinn var yfirleitt blautari og ljótari i blikkumbúðum en án blikkumbúða. — Langbest hafði húsþurkaði fiskurinn i ks. nr. 6 og 7 haldið sjer. Hann hafði slegið sig minst, var lítið sólsoðinn, nokkurnveginn þur og best útlítandi, og var óverulegur munur á ks. nr. 6 (með blikki) og nr. 7 (án blikks). Línufiskurinn í þessum kössum var þó ekki eins góður og trawlfiskurinn. Fiskurinn í strigaumbúðunum nr. 8 og 9 var ekki mjög linur — hafði sýni- lega slagnað og þornað aftur —, en ufsinn í bl. nr. 9 var skítugur, rifinn, kram- inn og sumpart í tætlum, soðinn og mjög útlitsljótur. Stórfiskurinn í bl. nr. 8 var ekki eins kraminn og ufsinn í bl. nr. 9, en skítugur, soðinn og illa útlit- andi. — Steinbítsriklingurinn í ks. nr. 10 var þur og óskemdur, en hafði gulnað og dökknað töluvert. Jeg tók nokkuð af fiskinum upp og breiddi hann. Rornaði hann á tiltölulega skömmum tíma, og tók sig þá nokkuð, en hann var yfirleitt orð- inn svo skemdur (blettóttur og soðinn), að engin tök voru á að nota hann fyrir sýnishorn. Jeg varð því að heimsækja hina ýmsu fiskkaupmenn hjer án þess að hafa sýnishornin með. Eins og í Brasilíu sendi jeg þeim áður umburðarbrjef á spönsku (sem fylgir hjer með á íslensku), matslögin og pjesann um ísland, svo þeir hefðu tækifæri til að kynna sjer málið dálítið áður en jeg talaði við þá. Yar heimsókn þessi gerð aðallega til þess að skoða norska og enska fisk- inn — markaður fyrir Nýfundnalandsfisk er enginn hjer, — umbúðirnar um hann og fá ýmsar upplýsingar og álit. Jeg var hjá 7 stærri og smærri firmum, og skal nú tekið fram það helsta, sem fyrir bar. Jeg skoðaði fisk í upprunalegum umbúðum hjá flestum firmunum, bæði norskan og enskan og á einum stað færeyskan. Norski fiskurinn var frá fjöldamörgum fiskkaupmönnum og útgerðarmönnum, aðallega frá Krist- ianssund og Aalesund. En mest var af fiskinum frá Astrup & Co. í Kristians- sund, og var hann víðast hvar fallegur, en fallegasti fiskurinn, sem jeg sá, var frá Aarsæther, Aalesund, og var það fiskur, sem fullkomlega jafnaðist á við besta íslenskan handfærafisk. Rönneberg & Sönner höfðu líka töluvert af fiski, Rysst Schönberg o. m. fl„ en þó ekki neitt verulegt frá hverjum. Norskl fiskurinn er með sama verkunar- og flatningslagi og lsl. fiskurinn og er allur vel harður og yfirleitt heldur fallegur og ekki sambærilegur við þann norska fisk, sem jeg sá í Rio og Santos. Þó var hann töluvert misjafn. Frá sumum var flatningin slæm, of djúp og partur af hryggnum eftir í fisk- inum, illa þveginn á roðið og undir uggum og illa pillaður. En allur vel þurr.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.