Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 5
ÆGIR 51 Af l)'ktinni, sem er sjerkennileg fyrir húsþurkaðan fisk, held jeg að minsta kosti að nokkuð af þessum íiski hafi verið inniþurkað. Jeg spurði alstaðar um það, hvort fiskurinn væri sól- eða húsþurkaður. En að eins einn gat svarað þvi, og sagði að hann væri sólþurkaður. Af þessu ræð jeg, að fallegur hús- þurkaður fiskur gangi hjer alveg jöfnum höndum. — Norski fiskurinn bar ekki með sjer, að hann væri minna saltaður en sá íslenski, þó svo sje viða álitið á íslandi. Jeg spurði nokkra um það, hvernig norski fiskurinn hefði reynst í ár, samanborið við fyrii ár. Þeir sögðu hann vera með besta móti í ár. Hann hefði komið allur vel þurr og hvítur og hjeldi sjer vel eftir komuna hingað í blikkumbúðum, 2—3 mánuði að sumrinu og 5—6 mánuði að vetr- inum. Sumir sögðu að hann hjeldi sjer vel alt að 10—12 mánuði. í lausasölu í búðum sá jeg víðast hvar fremur fallegan fisk. Bretski fiskurinn, sem aðallega var frá A. M. Smith & Co. og nokkuð frá Birrel og Williamson, var mjög svipaður þeim norska, en lakastur frá Birrel, bæði verkun og þurkun. Sumir sögðu að bretski fiskurinn væri þurr- ari og hjeldi sjer betur en sá norski, en menn kysu samt heldur þann norska. Færeyski fiskurinn. — Það var aðeins eitt lítið partí, sem komið hafði af honum. Fiskurinn var fremur fallegur, óskemdur, en nokkuð linur (sýnishorn- ið svaraði til 7/s þurr heima). Kaupandinn sagði, að hann hefði verið 3 mán- uði á leiðinni via Bergen og væri búinn að vera hjer rúmar 3 vikur. Hann sagði ennfremur, að fiskurinn væri altof linur til að geta haldið sjer hjer og þýðingarlaust væri að senda svona fisk. Þessi fiskur hefir þó vafalaust verið vel þurr þegar hann fór á stað, eftir venjulegum þurkunarmælikvarða heima. Islenskur fiskur. — Ekki vissu neinir til þess hjer eða í Rio, að ísl. fiskur hefði komið hingað. En einn aðalkaupmannanna, sem verið hafði í Barcelona i 2 ár, þekti ísl. fisk og vildi gjarnan ná í hann, en hann sagðist óttast, að við ekki þurkuðum hann nóg til þess að hann hjeldi sjer. — Vafalaust hefir ísl. fiskurinn oft flutst hingað, en þegar hann fer yfir önnur lönd, kemur hann hingað sem þess lands fiskur, er hann síðast fór frá, og er þar líklega hert á þurkinum áður en hann fer á stað. — Einn bankastjóri hjer, sem jeg átti tal við, fullyrti, að mikið af Smiths fiski væri frá íslandi. Almennar hugleiðingar. — Að undanteknu 1 firma, sem bar af öðrum, virtist mjer út af ýmsum fyrirspurnum, sem jeg gerði, flestir lítið skyn bera á meðferð á fiski. Aðaláherslan lögð á, að fiskurinn sje vel þurr og harður og litarfallegur. Þó fiskurinn væri sýnilega hálfilla þveginn og pillaður, marinn, illa flattur og dálítið sólsoðinn, sem jeg veitti eftirlekt í sumum kössunum, er jeg skoðaði í, þá virtust þeir ekki veita þessu neina eftirtekt eða hafa nokkuð sjerstakt við það að athuga, þó jeg vekti athygli á því. Geymsla. — Fiskurinn er geymdur í kössunum, i húsum, sem viðast hvar er afarheitt i, og það er því skiljanlegt, að hann þurfi að vera vel harður til að geta baldið sjer. Kælihus fyrir fisk nota engir. Jeg sagði þeim, að á Spáni, sem ekki væri nálægt því eins heitt og hjer, væri fiskurinn nú viðast hvar settur í kælihús strax og hann kæmi frá skipi. Með því móti gætu þeir geymt, svo lengi sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.