Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 6
52 ÆGIR vera vildi, linþurkaðan fisk, sem væri miklu Ijúffengari en harðverkaður fisk- ur. Þeir sögðu, að húsgeymsla væri altof dýr og fiskurinn hjeldi sjer án þess, ef hann væri nóg þurkaður. Umbúðirnar. — Allir virtust leggja mikla áherslu á, að fiskurinn kæmi í blikkkössum innan í trjekössunum. Sögðu hann hjeldi sjer annars ekki. Norð- menn væru oft búnir að reyna að senda hann eingöngu í trjekössum, en það heföi einlægt mislánast. En kveikingin á blikkkössunum þyrfti að vera loftþjett, annars kæmu blikkumbúðirnar að litlu liði. Stærð umbúða og innihald. — Trjekassarnir, sem jeg mældi, voru töluvert mismunandi að stærð frá hinum ýmsu sendendum, eftir þvi sem fiskurinn var stór eða smár. En þetta utanmál mun næst sanni: Lengd 70 cm., breidd 52, dýpt 27, þykt á botni og loki 13 mm., hliðar 16, endastykki 16 mm. Neltó innihald sögðu þeir vera 41 kg., blikkkassinn 4 kg. og trjekassinn 9 kg., er verður brúlto 54 kg., og væri áriðandi vegna tolleftirlitsins, að innri umbúð- irnar með fiskinum væru sem allra jafnastar að vigt (45 kg.), því tollurinn er reiknaður af fiskinum incl. blikkumbúðirnar, og svari ekki »stikpröfurnar« til þess, sem upp er gefið, getur það valdið því, að þeir heimti að vigta alt, sem hefir eðlilega töluvert meiri kostnað í för með sjer. Frágangur á norsku kössunum er yfirleitt snyrtilegri en á þeim bretsku. Fjalirnar i trjekössunum eru heflaðar að utan og þeir eru allir geirnegldir, en ensku kassarnir eru negldir saman. — Hver kassi er með brendu firma- og skrásettu merki, en að öðru leyli plötu-merktur. Frá mörgum er skrásetta merkið í litum á blikklokinu lika. Og inst er pergament-pappír ofan á fiskinum. Stærð á fiskinum. — í Buenos Aires vilja þeir ekki hafa mjög stóran fisk. Stærð 50—65 cm líkar best. Allir voru sammála um það, að menn vildu heldur norska en bretska fiskinn. Býst jeg þó við, að það liggi aðallega í því, að bretski fiskurinn hefir venjulega verið 2 — 3 Pesos dýrari kassinn. Salt. — Nokkur íirmu spurðu, hvaða salt væri notað í íslenskan fisk. Virtust leggja áherslu á, að notað væri Miðjarðarhafssalt. Innflutningur. Opinbeiar innflutningsskýrslur eru engar til yngri en frá 1919, en hagstofan segir innflutning at' fiski 1920 hafa numið 3528300 kg. og frá heildsölum fjekk jeg, fyrir milligöngu danska ræðismannsins, uppgefið, að innflutningur í janúar og febrúar hafi numið i ks. á 45 kg. 1919 1920 1921 1922 5760 ks. 31920 ks. 16390 ks. 28640 ks. Verð á klipfiski hefir einlægt farið lækkandi frá nýári. Fjekst þá fyrir norskan fisk cif. 65—70 shillings ks. á 45 kg. Um miðsumarið var það komið ofan í 50—65. í okt.—nóv. 45 — 50 og nú er hann boðinn út fyrir 37 sh. cit. Lækkun á verðinu stafar sumpart af lækkun á kjötverðinu, sumpart af miklum aðflutningi og samkepni, sjerstaklega síðari hluta ársins milli norskra innflytjenda. A. M. Smith & Co. befir rutt töluverðu inn af fiski til umboðs- sölu, bæði hjer i B. A., Montevideo og Rio, og hefir það ekki síst átt sinn þátt í því að minka eftirspurnina og lækka verðið. Og með því að töluverðar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.