Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 11
ÆGIR 57 lög um þetta, virðist mér heppilegast að hvert sýslufélag hefði sinn sérstaka lit, og sfðan gæti hver verstöð, haft undirmörk, einn eða fleiri liti á taununum, eða kop- arhólk með einkennistölu viðkomandi báts. Væri æskilegt að sjómenn og útvegsmenn um land alt bæru rækilega saman bæk- urnar um þetta mál. Að hrapa að, að setja lög um þetta og skylda alla til þess að merkja veiðafæri sín, með talsverðum kostnaði og mikilli fyrirhöfn, án þess nokkurn veginn almennur vilji hlutaðeig- enda lægi bak við, er áreiðanlega misráðið. Fyrir því er áríðandi að vanda undirbún- ing málsins og hrapa eigi að neinu, er síðar yrði riftað. Mér dylst eigi að full þörf er á löggjöf um þelta efni, en það þarf að sannfæra menn alment urn nauð- syn málsins. Virðingin fyrir eignarrétti veiðafæranna er áreiðanlega mjög bágbor- in víða. Mér segja kunnugir menn að hugsunarhátturinn hér vestra sé í besta lagi í þessu efni; muni verri bæði sunnan lands og norðan. Mönnum verður alment að skiljast það, að hver lóð er nær jafn mikils virði og meðal haustlamb, og eign- arréttur hennar öldungis jaln gildur. Auk þess er og meiri þörf á almennri löggjöf um þetta efni, þar sem stærri bátarnir eru nú síðari árin teknir að stunda fiskveiðar svo að segja um land alt, og þess vegna erfiði fyrir þá að heimta veiðafæri sín er slæðast kunna saman hjá öðrum sjómönn- um, sé þau eigi greinilega merkt. 3. Fiskimatið. Það hefir einnig verið til umræðu á fundum fiskideildanna, á ísaf. Önundaifirði og Súgandafirði. Margir út- gerðarmenn og fiskkaupendur, eru nú tekn- ir að kvarta sáran undan hinum mikla og si-aukna kostnaði við fiskimatið. Fisk- kaupmenn hér vestra staðhæfa, að mats- kostnaður nemi alt að 5 krónum á skp.; þar með vitanlega talin öll vinna við fram- kvæmd matsins, og á þeim fiski, sem matinn er óverkaður. Það segir sig sjálft, að hér er um býsna mikinn skatt að ræða, sem öll ástæða er til að freista að færa niður. Að hróflu við fiskimats-lögunum á neinn hált vakir eigi fyrir þeim, sem fundið hafa að mats-kostnaðinum. Þó eru margir þeirrar skoðunar að mat á sallfiski sé næsta þýðingarlítið. Og vafalaust hefði eigi átt að ákveða skyldumat á saltfiski, heldur að kaupandi gæti krafist þess, ef honum litist fiskurinn illa með farinn; ætti það að vera nægileg hvöt fyrir sjómeun að vanda meðferð fiskjanna. En hvað sem því líð- ur, þá væri fásinna að fara nú þegar að grauta i hinum nýju fiskimatslögum, áður en meiri reynsla er fengin um framkvæmd þeirra. Hinsvegar verður vitanlega að hafa það hugfast að framkvæma matið á sem auðveldastan hátt og unt er, án þess slakað sé til á settum reglum. 4. Tómstundavinna. Enn sem fyr hefir verið rætt um tómstundavinnu í sjávar- þorpunum. Hefir verið drepið á það, að auðvelt myndi að búa til olíufatnað til eigin notkunar að minsta kosti. Þori ég samt eigi að ábyrgjast að verklegur árang- ur verði af því skrafi. Aftur á móti hefir að tilhlutun deildarinnar hér í bænum verið gerð tilrauna með iilbúning lóðabelgja; og vona ég að það verði ávöxlur annars meira i svipaða átt. Eins og kunnugt er, nota vélbátarnir nú eingöngu belgi úr striga fyrir ból og dufl. Lóðabelgir þessir eru mjög einfaldir að gerð, og viiðist auð- sætt að hver sæmilega laghentur maður getur búið þá til. Kostnaður við tilbúning nokkurra belgja hér varð 11 krónur, þar af vinnulaun 4 krónur. Á sama tíma kost- uðu þeir í verslunum hér 15 krónur. Vinnuna framkvæmdi vanur seglsaumari hér, og telur hann vinnulaunin í allra lægsta lagi. Deildin hefir i huga að láta eigi sitja við þetta heldur gera fleiri til- raunir. En þrátt fyrir það þótt hér sé ein-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.