Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 18
64 ÆGIR Þau fyrstu áhrif er eg varð fyrir við lestur þessa lagabálks, voru þau, að þegar eg lagði frá mér stjórnartíð., þá varð mér að orði: r'Petta er skrifstofuverk« og býst eg við að svo muni fleirum af sjómönn- um okkar fara. Við finnum það að þetta er ekki runnið undan hjarlarótum okkar. Retta vil eg biðja þá, sem kunna að lesa þessar línur, að misskilja ekki. Verkið getur verið góðra gjalda vert, þó það sé skrifstofuverk, en til þess slikar fyrirskip- anir, sem þær er tilskipunin inniheldur komi að fullum notum, verða þær að vera viðurkendar og virtar af þeim, sem hlíða eiga, því að öðrum kosti má búast við að þær verði pappírslög, sem í fram- kvæmdinni verða að engu höfð, en slíkt má ekki henda okkur með þessa tiiskipun. Til þess að forðast það, verður að gera tilskipunina svo úr garði, að hlutaðeig- endum sé vel framkvæmanlegt að hlýða henni að öllu leyti, að hún sé ekki neitt óþarfa tildur og engar greinar hennar eða fyrirskipanir komi í bága við reynslu sjó- manna sjálfra, því reynslan er sá þekk- ingarbrunnur sem oss verður hollast að ausa af, i þessu efni sem öðru. Svo verður að ganga rikt eftir að fyrirskipunum sé hlílt og láta engum líðast að fótumtroða þau lagaákvæði er stefna að því að vernda líf, heilsu og eignir þeirra, er fiskiveiðar stunda. Við íslendingar eigum því miður altof mikið af pappirslögum', þó þessi til- skipun bætist ekki við. Athugasemdir þær sem hér fara á eftir, snerta aðeins þau atriði tilskipunarinnar er vélbátar 5—10 smálesta heyra undir. Vélbátar af þessrri stærð heyra undir þann flokk skipa er tilskipunin nefnir »Seglskip með hjálparvél«. Verð eg að telja vatasamt að þessi flokkur eigi vel við, virðist mér réltara hetði verið að hafa þessa báta í sérflokki og nær sanni væri að nefna þá vélbáta með hjálparseglum. Eins og allir sjómenn vita, sem stundað hafa fiskiveiðar á bátum af þessari stærð, eru þeir flestir bygðir þannig, að ætlast er til að aðalgangaílið sé vélin, enda munu fæstir af þeim vera siglingabátar, þó góð- an seglbúnað hafi. Tæplega meiri siglinga- bátar en það, að þeir geti sem sagt, bjarg- að sér á seglum í hæfilegum vindi. Á bátum af þessari stærð, stundar mikill fjöldi landsmanna fiskiveiðar, og mun vafasamt hvort stærri fleytur gefa betri arð, ef rélt er áhaldið, og úlbúnaður allur góður og vandaður. Er þvi ekki lítils virði að tryggja öryggi þeirra þannig, að eigendum og útgerðarmönnum sé vel fram- framkvæmanlegt að hlíða hinum fyrir- skipuðu ákvæðum. 65. gr. tilskipunarinnar mælir svo fyrir um legufæri að bátar 5 —10 rúmlesta skuli hafa 1 akkeri að þyngd minst 50 kg., 82 m. langa keðju 13 rnm. gilda. Þetta ákvæði tel eg ekki fullnægjandi. Eins og sjómönnum er kunnugt, er bát- um af uinræddri stærð, lagt á útgerðarhöfn mannlausum (þ. e. ekki búið í þeim) á milli sjóferða, eru þær hafnir mjög mis- jafnar bæði að veðursæld, og því er hald- botn snertir. Alstaðar þar sem eg þjkki til, hefir það verið venja að bátunum hefir verið lagt fyrir sérstökum legufærum, sem látin eru liggja óhreifð á höfninni allan útgerðartíman og bátarnir leystir frá við hverja sjóferð og bundnir aftur að henni lokinni. Er það álit mitt að til þess að legufæri séu sæmilega trygg, þurfi fyrir hverjum bát að vera 2 akkeri, annað að minsta kosti 100 kg. og hitt 60—80 kg. að þyngd, milli þeirra 30 fm. keðja er ekki sé grenri en ®/i6". Á henni miðri sé sigur- nagli (múrningshringur) eigi grenri en 5/«", úr honuin gangi 12/íe" keðja sem báturinn er festur við, lengd þeirrar keðju verður að fara eftir dýpi því er báturinn liggur á, en aldrei ætti hún aö vera styltri en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.