Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 20
66 ÆGIR rædd grein ákveður, þá sé hægt að hafa nægilega oliu meðferðis á öðrum ílátum. Skal það atriði athugað nánar. Þá er fyrst að athuga, að tilskipunin gerir alls ekki ráð fyrir, eða leyfir, aö mikið af olíu sé geymt annarsstaðar í bát- unum en i neytsluhylkjunum. Pó segir í sfðustu málsgrein 131 gr. »SIatta af stein- o!iu« má geyma í traustum brúsum, tunn- um eða þvíuml. Þessum ílátum skal komið fyrir á svo svölum stað, sem unt er o. s. frv. Hér virðist alls ekki gert ráð fyrir neinum olíubyrgðum, heldur liggur næst að skilja þessa heimild þannig, að leyft sé að hafa litilsháttar af steinolíu meðferðis auk neytsluhylkjanna, til notkunar til ljósa og annars þvílíks á bátnnm. Geri maður nú aftur á móti ráð fyrir að heimilt sé að hafa meðferðis svo mikla olfu sem hver óskar, í öðrum ílátum en neytsluhylkjunum, sem eg tel þó alls ekki heimilað neinstaðar í umræddri grein, þá er að athuga hvort það í öllum tilfellum geti orðið eins örugt eins og að hafa neytsluhylkin nægilega stór. í bátum, af þeirri stærð sem hér um ræðir, er ekki hægt að geyma slfk ílát nema á dekki, ef á að vera hægt að ná til þeirra fljótlega, og tel eg það mjög óheppilegt að hafa heil steinolfuföt ofandekks á svo litlum bátum, og þó er það ekki mesti anmarkinn. Að- alókosturinn við slikt fyrirkomulag er, að f vondum veðrum, og þá er hættan alt af mest, getur orðið alveg ómögulegt á flest- um eða öllum þessum bátum, að flytja olfu úr tunnum eða öðrum ílátum til ueytslu- hylkjanna, auk þess getur það á ýmsan hált valdið slysi úð braska'við slíkt út á hafi f Jvondum veðrum, og í mörgum til- fellum væri vélin jafn oliulaus þó full tunna væri »súrruð« föst á^dekkinu. Þetla atriði er sjómönnum svo ljóst að óþarft er að lýsa því frekar. 13!.. gr. tilskipunarinnar verður þvi að breyta, því eg býst við, að útgerðarmenn og formenn, á smærri vélbátum að minsta kosti, muni alment neita að hlýða henni eins og hún er, og get eg strax lýst því yfir að eg tel mér skylt að gera það, svo framt sem eg ekki vil stofna bát og mönn- um í beinan voða. í greininni þurfa að standa skýr ákvæði um hve mikil olia skuli vera í bát minst, til hverrar sjó- ferðar; ætti það að miðast við afl vélar- innar og má ekki minna vera en 12—15 kg. á hvert v. h. a. Með því móti gæti greinin orðið til gagns, en eins og hún er nú er hún óhafandi, getur valdið slysum ef henni er hlýtt, en sé henni ekki hlýtt, getur hún orðið til þess að önnur ákvæði tilskipunarinnar, sem þörf eru verði einnig að vettugi virt og er það illa farið. í 149. gr. er svo fyrir mælt að öll ljósker og kompásar skuli hafa skýrteini frá próf- stöðvum þeim er þar eru tilnefndar, eða öðrum prófstöðvum er atvinnumálaráða- neytið viðurkennir. Við þetta ákvæði er ag eins það að athuga, að það virðist sjálfsögð skylda löggjafans, að sjá um að notendur slfkra hluta geti fengið þá á hverjum tíma er nauðsyn krefur ofur kostalaust. Ekki veit eg til að ráðstafanir i þá átt hafi verið gerðar, að minsta kosti eru þær ekki finnanlegar í tilskipuninni, en máske er þær að finna í einhverjum öðrum lögum. Væri vel til fallið að at- vinnumálaráðaneytið léti Landsverslun hafa áhöld þessi til sölu og sæi um að alt af væri til nægilegt af þeim á hverjum tíma, af þeim stærðum er henta fleytum okkar, jafnt þeim smærri sem hinum stærri. Um skipun skoðunarmanna er það að segja, að hún hefði helst átt að eiga sér stað strax og tilskipunin gekk í gildi, en að minsta kosti viða hér austanlands eru þeir ekki skipaðir enn svo að almenning- ur viti. Margt er að visu fleira i tilskipuninni,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.