Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 22
68 ÆGIR því ætla að hvorki væri hér um vöruslcort að ræða né mjög hátt vöruverð, þar sem væri til nokkur samkepni, en því er ekki að fagna. Aðalverslunin (Hannes B. Step- hensen & Co.) er eina verslunin, sem út- gerð hefir rekið og veitt atvinnu, en hinar verslanirnar sama sem enga. En bæði hefir verið nú í seinni tíð oft tilfinnanlegur vöruskortur við þá verslun og vörur dýrar þar sem hún hefir lagt mikið í kostnað, svo menn hafa orðið að kaupa hjá hin- um verslununum með litlu betra verði, því vörur eru þar einnig með afarverði þegar þess er gætt, að þær leggja nálega ekkert í kostnað. Virðist því svo sem þær gætu selt vöru sina að mun ódýrari, en verslun sú, er lengi hefir veitt fjölda rnanns atvinnu og haft ýmislegan tilkostnað, bæði aðgerð á skipum, húsum o. fl, sem hinar verslanirnar eru lausar við. Og víst munu margir um þá skoðun, að hefði verslun Hannes B. Stepensen & Co. gætt þess að hafa jafnan nægar vörubirgðir, greitt verkalaun og fiskverð í peningum og selt vörur sinar lítið eitt lægra en hinar versl- anirnar mundi hún hafa setið mjög fyrir viðskiftum manna. Þvi þótt vinnnlaun við verslun þessa hafi jafnan verið lág (nú 75 aurar á klst. hjá karlmönnum, en 50 aur- ar hjá kvenfólki) hefir þó fjöldi manna að mestu eða öllu leyti á henni lifað. Þó er mér ekki kunnugt um að hinar verslan- irnar hafi gengið á undan með það, að borga hærri vinnulaun þá sjaldan þær hafa orðið að neyðast tii að fá mann í vinnu, sem einkum hefir komið fyrir um sláturstímann. Ýms félög hafa verið stofnuð hér á undanförnum árum, svo sem: útgerðarfé- lag, búnaðarfélað, kaupfélag, verkamanna- félag, ungmennafélag og fiskifélagsdeild, en öll eru þau félög liðin undir lok, nema fiskifélagsdeildin, en þó liggur hún í dái nú í bili, en hvort hún á eftir að rakna við aftur, eða fara sömu förina og hin félögin verður tíminn að svara. Ástæður manna eru nú með lakasta móti og verslunarskuldir miklar. Bændur eru þó nokkru betur staddir að þvi leyti að þeir hafa jarðarafnot og sumir allgóð landbú, en þó hefir sjávaraflinn mikil áhrif á búskap þeirra, því flestir bændur hér við Arnarfjörð eru einnig útgerðar- menn, eða eru nálega allir að meira eða minna leyti bygðir upp á sjávaraflann. Flestir hér í kauptúninu hafa dálitla matjurtagarða, og margir túnbletti og geta haft sauðfé nokkurt; einnig eiga margir kýr. Er það hvorttveggja nokkur styrkur, en sjórinn er þó samt sem áður aðalgrund- völlurinn, sem öll atvinna manna og vel- líðun byggist á. Hefir verið svo lengst hér við Arnarfjörð frá því fyrsta að kunnugt er, og varla liklegt að atvinnuvegir Arn- firðinga breytist þanm'g á komandi árum að ekki verði svo einnig framvegis. /. N. Skýrsla /nt um sjómannanámskeið á Seyðlsflrðl. Að tilhlutun Fiskifélagsdeildar Seyðis- fjarðar var námskeið í siglingafræði haldið á Seyðisfirði. Námskeiðið hófst 20. nóv. 1922 og stóð yfir til 8. febrúar 1923 Kenslan fór fram i barnaskólahúsi bæjarins. Venjulega var kent þrjár og fjórar stundir daglega, en auk þess fengu nemendur verkefni til að fást við heima. Við kenslu i siglingafræði var notuð: Kenslubók í siglingafræði eftir Pál Halldórsson. Hún lesin öll og endurlesin. Auk þess var nemendum kent að finna: 1) stefnu straums og hraða, 2) að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.