Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 23

Ægir - 01.04.1923, Blaðsíða 23
ÆGIR 69 finna flóð og fjöru eftir islenskum með- altíma og flóðtöflu Reykjavíkur. 3) Um notkun björgunartækja. Einnig voru þeim getnar ýmsar leiðbeiningar um dagbók- arhald, bent á hvað helst bæri að skrifa i dagbók, og látnir semja sjóferðaskýrsl- ur. Kort þau sem notuð voru, voru tvö hálfkort af Islandi. Auk þeirra dæma sem eru i kenslu- bókinni reiknuðu nemendur fjölda af dæmum sem voru búin til af kennara námsskeiðsins. íslenska var kend 4stundir á viku. Lesin var málfræði eftir Halldór Briem. Skriflegar æfingar voru tvisvar í viku, ýmíst endursagnir eða ritgerðir. Fyrírlestra við námskeiðið héldu þessir menn: Ari Arnalds. 1 Guðm. G. Hagalín ritstj. 1 Kristján Kristjánsson læknir. 2 Vilhj. Arnason útgerðarmaður. 1. Próf var haldið 8. og 9 febr. I próf- nefnd voru skipaðir: Friðrik Steinsson formaður, Gísli Vilhjálmsson og Allred Hjemgaard. Reglugerð um smáskipapróf, sem gefa átti út samkvæmt lögum nr. 40. 19. júní 1922, var ekki komin til Seyðisfjarðar þegar prófið var haldið. Hafði þó bæjar- fógeti lagt drög fyrir að hún væri komin i tæka tíð. Þrátt fyrir þetta leyfði stjórn- arráðið að prót yrði haldið. Eins og ástatt var urðum við próf- nefndarmenn að fara sem mest eftir eldri reglugerðinni með hliðsjón af lögunum. Breyttum ekki einkunnaljölda eða stigatali á próvottorðum frá þvf sem áðar var, en getum þess í vottorðum, að viðkom- andi hafi sýnt, að hann riti íslensku stór- lýtalaust. íslenska var tekin með til prófs. Alls sóttu námskeiðið 18 nemendur, af þeim tóku 7 próf. Fleiri höfðu ekki nægan siglingatíma. Reir sem tóku próf voru þessir: 1. Albert Einarss. hlaut st. tölu 28 stig. 2. Finnb. Sigurðss. — — 21 — 3. Einar Bjarnason. — — 22 - 4. ólafur Gíslason. — — 32 — 5. Sveinb. Ingim.s. — - 23 - 6. Þorgeir Jónsson. — - 33 — 7. Porl. Guðmundss. — - 33 — Seyðisfirði 9. febr. 1923. Friðrik Steinsson. Að tilhlutun Fiskifélags Seyðfirðinga byrjaði verklegt námsskeið fyrir sjómenn hinn 13. nóvember f. á. þátttakendur voru 19. Nemendum var skipt i tvo flokka og naut hver flokkur kenslu annan hvorn dag. Pað sem aðallega var kennt var það er hér segir: 1. Seglasaum og að liga segl. 2. Að bæta net. 3. Allskonar stang á köðlum þrí- og fjórsnúnum. 4. Að búa til ýmiskonar hnúta, mottur og hlifar. 5. Að stanga saman vír og búa til augu á hann. 6. Að klæða með skipmannsgarni. Einnig var nemendum sýnt og skýrt fyrir þeim hvernig ætti að slá undir seglum. Ýmislegt fleira, sem að almennri sjó- mennsku lýtur, var skýrt fyrir nemendum. Þótt tíminn sem námsskeiðið stóð yfir, væri eigi lengri en 6 vikur, virtust nem- endur taka allmiklum framförum, og má því segja að það hafi orðið að tilætluð- um notum fyrir þá er það sótlu. Arang- ur af kennslunni varð meiri en vænta mátti í upphafi, og má það mikið þakka góðum áhuga nemenda. Námsskeiðið hælti 23. desember. Seyðisfirði 31. desember 1922. Jón Árnason, skipstjóri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.