Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 4

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 4
74 ÆGIR Það var fyrst meö þessum millilið (þilskipunum), sem við fengum þá æf- ingu fyrir sjómannastéttina, sem er svo auðsæ nú, að sjómenn vorir standa fylli- lega jafnfætis því besta hjá nágranna- þjóðunum og eru færir um að taka upp samkepnina á öllum sviðum. Flestir þeir menn, sem voru brautryðj- endur á þessu sviði, eru nú undir lok liðnir, og þó undarlegt megi heita, og sjómannastétt okkar til lítils sóma, eru nöfn fiestra þeirra gleymd, þó starf þeirra haldi áfram að blómgast og bera árangur, til blessunar fyrir land og lýð. Mynd sú er Ægir flytur að þessu sinni er af einum af öndvegishöldum sjómanna- stéttarinnar Kristjáni skipstjóra Andrés- syni að Meðaldal i Dýrafirði. líristján Andrésson er fæddur 16. júlí 1851 að Meðaldal og var hann elstur af átta syskinum sínum, og þar, sem efnin voru lítil en marga munna að fæða varð hann þegar á ungra aldri að hjálpa til að sjá fyrir heimilinu. 14 ára gamall réri hann fyrst fyrir fullum hlut, en hafði áður eitlhvað farið sem hálfdrættingur. Upp frá því liggur æfibraut Iírisljáns ó- slitin »að sjónum« bæði vetur og sumar, því þá voru hákarlaveiðar stundaðar á Vesturlandi að vetrinum af miklu kappi, og þóttu þær ferðir jafnan bæði erfiðar og hæltulegar, þar sem ekki voru til önnur skip en opin skip, og fylgdu há- karlaveiðunum oft hrakningar miklir, en aftur á móti skapaði það karlmensku og áræði, og voru formenn af Vesturlandi mjög eftirsóttir á þeim árum, enda fengnir síðan að Faxaílóa þegar skútur fóru að koma þar (Sig. Símonarson, Markús Bjarnason o. fl.). Þegar þiljubátar fóru að koma á Vest- urlandi þótti Kristjáni litil framtíð liggja fyrir sér á árabátum, og réðst þvi á þil- skip á sumrin en stundaði hákarlaveiðar á vetrum. 25 ára gamall varð Kristján skipstjóri á þilskipinu »Neptunus« frá ísafirði og hafði þá áður lært sjómannafræði hjá Magnúsi Özurarsyni á Flateyri. Árið 1879 giftist Kristján frændkonu sinni Friðrikku Benónísdóttir og byrjaði þá búskap i Meðaldal, jafnframt þvi, sem hann var skipstjóri frá ísafirði á surnrin, en hákarlaformaður á vetrum, en eftir að hann nristi konu sina ásamt einka- barni, eftir þriggja ára sambúð festi hann ekki yndi heima en sigldi til Danmerkur. Velurinn 1883-84 var Kristján á Bogö sjómannaskóla og sá þá jafnframl um smiði á skonnortunni »Fortuna«, sem nokkrir Dýrfirðingar áttu i smiðum þar, og kom Kristján heim með það skip sumarið eftir. »Fortuna« er enn við líði á Þingeyri og þykir bæði sterkt skip og heppilegt til fiskiveiða. Árið 1880 keypti Kristján Andrésson »Haffrúna« ásamt þrem mönnum öðrum frá ísafirði og var hann skipstjóri með hana 12 ár. Kristján Andrésson giftist aftur 16. sept. 1887 núlifandi konu sinni Helgu Bergs- dóttir og vorið eftir byrjaði hann búskap í Meðaldal í annað sinn, og hefir jafnan búið þar síðan. Eftir þetta var Kristján mörg ár skipstjóri á ísafirði á sumrin, fyrst með Haffrúna, en eftir að hann seldi hana með skip Á. Ásgeirssonar verslunar á ísafirði, en á vetrum kendi hann sjómannafræði heima hjá sér, enda var þá engin sjómannaskóli á landinu (Stýrimannask. í Rvík stofnaður 1890) en tveir menn á Suðurlandi Markús Bjarnason síðar skólastjóri og Hannes Hafliðason, kendu nokkrum pillum i Reykjavík og Hafnarfii^ði, og hafði Markús að minsta kosti einhvern styrk af opin- beru fé til þeirrar kenslu. Jafnframt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.