Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 5
ÆGIR 75 stýrimannakenslunni hafði Krislján líka seglasaum á vetrum og fengu nemendur hans því jafnframt verklega kenslu, sem mörgum mun hafa komið mjög vel. Þegar það er jafnframt athugað að flestir þeir menn sem lærðu hjá Krisijáni á veturnar voru oftast hásetar hjá honum á sumrin má með sanni segja að vera þeirra undir hans hendi, var samhang- andi skóli, enda urðu margir af hans nemendum afburða stjórnarar, og eftir- sóttir hæði af Vesturlandi og frá Faxaílóa. A yngri árum var Kristján talinn mjög áræðinn og hugaður sjómáður, og stjórn- ari góður, enda var það einkenni ílestra þeirra sem fengist höfðu við hákarlaveiðar á opnum skipum, og lengi var því við- brugðið hve vel honum tókst að ná höfn á Haílrúnni með brotið stýri noiðan úr Húnabugt í áhlaupaverði þegar mörg skip fórust. Þótt Kristján hafi búið stóru og mynd- arlegu búi í Meðaldal — eftir þvi, sem á Vestfjörðum gerist — þá hefir hann aldrei búhneigður verið, hugurinn hefir jafnan verið við sjóinn, eins eflir að hann hætti skipstjórn sem hann stundaði óslitið í 35 ár. Með seinni konu sinni Helgu Bergsdóttir eignaðist Kristján fjögur börn, sem öll eru uppkomin, tvær dætur giftar og tveir synir ógiftir. Auk þess hafa þau hjónin alið upp mörg fósturbörn ýmist að nokkru eða öllu leyti. Meðaldalsheimilið hefir lengi verið viðtekið fyrir rausn og gestrisni, jenda svo í sveit komið, að niarga ber þar að garði, og hafa allir i'íkir og fátækir sömu sögu að segja, enda hafa þau hjónin verið mjög sam- faka með að gera gestum sinum komuna sem ánægjulegasta, og var það auðséð á silfurbrúðkaupsdegi þeirra hjóna, að sveitungar þeirra höfðu kunnað að meta starf þeirra. Meðaldalsjörðina hefir Kristján aukið og bætt mjög mikið, og húsað hana mjög myndarlega enda notið þar góðrar sam- vinnu konu sinnar, sem oft hefir orðið að annast búskapin ein sökum fjarveru mannsins. Þólt K. A. liafi ekki haft líma eða kringumstæður til þess að fást mikið við opinber mál, þá hefir þó áhrifa hans jafnan gælt töluvert bæði í og utan hreppsnefndar. Verði Fískiveiðasaga íslands einhvern- tíma rituð, sem ekki ætli að liða á löngu, þá æltu ekki nöfn Iíristjáns Andréssonar og annara mætra manna að gleymasf, sem orðið hafa til þess að leggja undir- stöðuna að þeirri byggingu, sem aðal at- vinnuvegur þjóðarinnar stendur á. Þótl Krislján Andrésson sé nú hættur sjómensku, þá mun þó áhrifa hans gæla lengi enn meðal sjómanna vorra. Vestfirðingur. Sumargjótandi síldarkyn við ísland. Úr skýrslu Rjarna Særnundssonar. Eitl af mörgu, er eg hefi reynt að fá sem nákvæmasta vitneskju um við rann- sóknir mínar, er lífshæltir síldarinnar og alt eðli hennar. A þessum tíma, sem eg hefi fengist við fiskirannsóknir, má segja að sildin hafi fengið meiri og meiri þýð- ingu fyrir landið, og þvi meiri orðið nauðsynin á þvi, að kynnast öllum hátt- um hennar. Eg liefi því reynt eftir mætti að gera þetta, sumpart með eiginathug- unum, sumpart með þvi að aíla mér upplýsinga hjá þeim fiskimönnum, er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.