Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 7
ÆGIR 77 Aldur, vetur Tala Meðal- lengd Aldur, vetur Tala Meðal- lengd 10 3 36,2 8—10 1 34,5 9 2 37,0 8- 9 2 33,5 8 1 34,5 7- 8 1 33,5 7 14 33,6 6- 7 4 31,5 6 36 32,8 5— 6 1 32,5 5 10 32,1 4— 5 3 30,5 4 33 29,5 3- 4 2 28,5 3 60 28,0 ? 6 32,7 2 1 26,5 )) )) )) Sýnir þetia, að sild þessi hefir verið töluvert smærri en hin, allur þorrinn 28—37 m., eða stór millisíld og stórsíld, 3—7 vetra gömnl. Fullur helmingur hefir verið þrevetur og íjögurra vetra (frá 1914—1915). Annars hefir eigi verið auðið að ákveða aldur allmargra fiska nákvæm- lega. Þrátt fyrir það, að aldurinn var ekki hærri en þetta, var þó öll þessi yngri síld gjótandi, en allur þorrinn af hinum smæstu (yngstu) 27 cm. eða minni, voru hængar, og komust þeir þannig fyr í gagnið, en hrygnurnar, sem fáar eru undir 28 cm. Alla þessa síld hefir nú Dr. Johansen rannsakað nákvæmlega og borið hana saman bæði við vorgjótandi síld frá ís- landi, Færeyjum og Noregi og við sum- argjótandi síld frá Færeyjum og komist að þeirri niðurstöðu, að hún er sérstakt kyn (Race), æði ólík vorsíldinni í ýmsu tilliti, og allfrábrugðin sumargotsíldinni færeysku. Hann segir svo, þar sem hann birtir aðalútkomu rannsóknanna: »Sumargotsildin íslenska er mjög stór hafsíld, sem verður álíka stór og atlantó- skandinaviska vorgotsíldin (en svo nefnir hann þesskonar síld, sem á heima í Norðurhafinu og nyrst i Atlantshafi). 7 vetra gömul er hún að meðaltali 33 cm. löng og 10 vetra c. 36 cm. Hún nær að jafnaði æxlunarþroska 4—6 vetra og er þá 25—30 cm. löng«. Nokkur munur er á síld, sem gýtur á sama stað og tfma eftir þvi, hve gömul hún er, en um þann mun segir hann, að hann sé ekki svo mikill, að hann skifti nokkru, þegar um sérstakt sildar- kyn sé að ræða. Sumargotsíldin íslenska greinist frá at- lantó-skandinavisku vorgotsíldinni á þvi, að hún hefir: 1. að meðaltali færri hryggjarliði, 2. — — — stirtluliði, 3. tiltölulega fleiri bol-liði, 4. færri kviðrandar-hreisturblöð að jafnaði og 5. færri bakuggageisla að jafnaði. Út af samanburðinum á íslensku sild- inni og yngri síld frá Færeyjum, sem er sumargjótandi (Dr. Schmidt hefir fundið seiðin nýklakin í ágúst), tekur Dr. Johan- sen fram, að henni svipi mjög til íslensku sumargoislldarinnar, en þekkist þó frá henni á þvi að hún hafi lítið eitt færri bol-liði og óklofna raufarugga-geisla og lítið eitt fleiri óklofna bakugga-geisla. Að siðustu segir hann: »Sumargotsíldin íslenska hefir fleiri bol-liði og færri kviðrandar-hreisturblöð, en öll önnur sumar- eða haustgjótgndi hafsíld lengra suður og austur«. Eg hefi áður getið þess, að þessi sild gýtur við Suður- og Vesturströndina (sennilega alla leið frá Vestmanneyjum, ef ekki lengra austur með og alt norður í Jökuldjúp, ef ekki norður fyrir Snæ- fellsnes. Nú er það líka víst, að hún er í maimánuði úti á grunnunum vestur af Reykjanesi, Eldeyjar-banka (»bankasildin« sem farið er að nefna hana) og senni- lega er það samskonar sild, sem veiðist samtimis í Jökuldjúpi og Kolluál. Það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.