Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 17

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 17
ÆGIR 87 Eins og sagt hefir verið frá í símskeyt- um til blaðanna er konungur vor hvata- maður að þvi, að eitthvað sé gert i þessa ált hér í bæ fyrir danska sjómenn og ætlar Vilh. Rasch að kynna sér þau efni, og ef til vill hjálpa oss til að koma upp sjálfstæðu sjómannaheimili með því með- al annars að fræða oss um slörf slíkra heimila ytra. Sjálfur hefir hann unnið að þeim málum yfir 20 ár og auk þess skrifað ýmsar vinsælar sjómannasögur. Sigurbjörn .1. Gíslason (Vísir). Stórt slýri. Um miðjan íebrúarmánuð s. 1. var nýtt stýri sett á hið mikla skip Cunard- linunnar. »Aquitania«. Stýri þetta er svo stórt, að það varð að hafa það í þremur pörtum og að eins að koma því fyrir (setja það á lykkjurnar) tók tiu daga. »Aquitania« lá í þurkvi í Southamton og þangað voru hinir þrír partar fluttir á þar tilbúnum vögnum; höfðu gálgar og pallar verið reistir við afturenda skipsins sem líktust mest stórri byggingu og á þeim var unnið hið vandasama og örð- uga verk að koma stýrinu fyrir. Það er 30 fet á hæð, 26 fet á breidd og vegur 37. ton. As sá er heldur þvi við stefnið og það snýst á (stýriskrókur) er úr stáli, er 6 feta langur og 16 þumlungar að þvermáli og hinum þrem pörtum er fest saman með 145 digrum nöglum (boltum). Tvö hundruð og fimmtíu menn hafa unnið að smiði slýrisins í tvo mánuði. Það var smiðað eftir teikningum og svo ná- kvæmlega, að alt stóð heima þegar þvi var komið fyrir. Þar skeikaði vart um centimeter þótt smiðisgripur væri stór. JSíelcl inótoi’ísliip. Herra Sveinbjörn Sveinsson frá Há- mundarstöðum í Vopnafirði hefir verið hér staddur undanfarnar vikur. Kom hann hingað til að litast eftir mótorskip- um, hentugum til veiða fyrir Austur- landi. Hann hefir nú keypt þrjú mótor- skip og eru þau: »Midlothian«. er Þórarinn Egilson i Hafnarfirði átti, »tíliki« fyrrum eign Ól- afs G. Eyjólfssonar og fl. og »Njörður« eigendur kaupfélagið »Hekla« á Eyrar- bakka. Áður hét bátur sá »Nói« og áttu hann þá þeir Nathan og Olsen. Vopnfirðingar hafa ekki gerl þilskip út að undanförnu og er hér vel farið á stað og allar líkur til, að hér sé rétt spor stígið eftir fiski- íréttum þeim að dæma, sem borist hafa frá austurströnd landsins siðasl liðin ár. Strandvarnai’8kipið »Pór« frá Vest- mannaeyjum brotnaði mikið er það slitnaði frá bryggju nóttina milli 13.—14. janúar s. 1., rak út úr Reykjavikurhöfn og lenti í urð inn við Lauganes. Björg- unarskipið »Geir« náði »Þór« á flot og var kominn með hann inn á höín hinn 18. s. m. Var hann síðan tekin á Slipp- inn til viðgerðar hinn 1 mars og hefir h./f. »Hamar« annarst viðgerð á skrokk. Er nú komið svo langt að skipið mun fara af Slippnum um mánaðarmót mai —júní. E. s. »Kakali« heíir annast strandvarnir við Eyjarnar á vertíðinni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.