Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 18

Ægir - 01.05.1923, Blaðsíða 18
88 ÆGIR Vetrarvertíð 1923. Siðan aflaskýrslan var samin, sem var um lok hafa botn- vörpuskipin aflað prýðilega fyrir vestan og 26. maí var lifur 16—1700 föl, reikn- að frá 14. maí. Síldveiði hafa 2 mótorbátar stundað í vor héðan úr Reykjavík: »Haraldur« eign Geirs skipstjóra Sig- urðssonar hefir aflað um 800 tunnur og »Skjaldbreið« eign h./f. »Herðubreið« hefir fengið um 700 tunnur af síld. Is- húsin »Herðubreið« og »ísbjörninn« hafa fyrst aflann. Norska gufnskipið »Stat« var hér síð- ustu daga maímánaðar og fór rétt fyrir mánaðamót með fiskfarm til Spánar: muna menn ekki eftir að fiskur hafi verið fullþurkaður jafn snemma árs. Á vertíðinui oða tímabilið frá 1. jan- úar til 11. mai þ. á. hafa 20 menn farist i sjó. Undirbúningur er nú hafinn til þess að dýpka Snepilrásina fyrir utan Stokks- eyri. Mótorskipið »Faxi« sem kaupmaður Sigurjón Pétursson í Reykjavík lét smíða i Danmörku fyrir nokkrum árum var eitt af skipum þeim, sem sökk við hafn- argarðinn í rokinu mikla 13.—14. jan. s. 1. Björgunarskipið »Geir« náði honum upp og var hann siðan dreginn upp í fjöru og seldur þar á uppboði. Hr. skipa- smiður Magnús Guðmundsson keypti hann fyrir 4.500 krónur og hefir nú gert við hann og dubbað hann upp. Forseti Fiakilélagsins Jón E. Berg- sveinsson brá sér til Kaupmannahafnar með »Gullfoss«, hinn 23. april og kom aftur með »ísland« hinn 18. maí. 23. maí hélt hann til Akureyrar með sama skipi og mun koma aftur til Reykjavik- ur hinn 20. júní. RÍtstjóri „Ægis“ Sveinbjörn Egilson er fluttur i húsið nr. 82 á Laugavegi. (Talsími 1036). ísfréttir hafa borist hingað að vestan og ís nálega landfastur um mánaðamót, eftir þvi sem heyrst hefir frá botnvörpu- skipum. Nýjustu fregnir segja hafísinn kominn svo nærri Horni, að logarinn Leifur varð að snúa aftur hans vegna á hingaðleið fyrir helgina. ltaiiium i'rá »Madagascar«. Fyrir 2 ár- um tóku Frakkar eftir ýmsu, sem benti til þess, að Radium mundi vera á eyj- unni Madagaskar, sem er fyrir austan Afriku (milli 12°—26° suðurbreiddar). Var þetta lil þess að sérfræðingar voru sendir þangað og hafa þeir fundið svo mikið, að ætlun rnanna er, að frá eyj- unni flytjist framvegis helmingur af því Radium, sem notað er i heiminum. Salunol. Að undanförnu hafa verið gerðar tilraunir í Grímsby til þess að geyma fisk í ís lengur en alment hefir heppnast. Efni það er »Salunoh nefnist er bland- að saman við ís þann er fiskur er lagð- ur í og sýndu tilraunirnar, að eftir að hafa legið þrjár vikur i ísnum var fiskur að öllu leyti hreinn og sem nýveiddur. Fiskkaupmenn og framleiðendur hafa tilraunir þessar til meðferðar. Ritstjóri Sreinbjörn Egilson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.