Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 3

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 16. árg. Fiskiveiðar Norðmanna. Stutt yfirlit. [Eftirfarandi grein er eftir norskan mann (eða norsk-amerískan) L. Anderson að nafni, er peg- ið hefir styrk til þess að kynnast fiskveiðum Norðmanna. Jafnvel þótt mörgum lesendum Ægis sé all-kunnugt um tilhögun fiskveiðanna þar í landi, þá hefi eg þó snarað greininni á íslensku til birtingar í blaðinu, með því greinin gefur stutt en greinilegt yfirlit yfir allar teg- undir fiskveiða í Noregi, skipulag fiskifélaganna og hið mikla vísindastarf, sem Norðmenn inna af hendi á þessu sviði, samfara alkunnum dugn- aöi þjóðarinnar bæði um rekstur allra veiöa og þá eigi sízt í hagnýting aflans og margskon« ar verksmiðjuiðnaði því samfara. Og í því efni stöndum við Norðmönnum algerlega að baki og getum margt af þeim lært]. Undanfarið ár hefi eg notið þeirrar á- nægju, sem styrkþegi frá »The American Scandinavian Foundation« að fá að kynna mér fiskveiðarnar i Noregi, bæði frá praktiskri og visindalegri hlið. Mest- ann tímann hefi eg dvalið í Bergen. Hefi eg þar fengið tæki á að kynna mér vís- indastörf þau, sem int eru af hendi í þarfir fiskveiðanna hjá Fiskveiðastjórn- >nni norsku »Det norske Fiskeristyrelse« og »Det Geofysiske Institut«. I Bergen og nágrenni bæjarins hefi eg og kynst flskveiðunum sjálfum og þekking mína á þeim hefi eg ennfremur aukið með ferðalögum til allra veiðistöðva frá Frederikshald og norður að Nordkap. Nr. 6. Mér finst því viðeigandi að lúka störf- um mínum þetta ár með því að birta stutt yfirlit yfir fiskveiðar Norðmanna og vísindastörf þau, sem unnin eru í sambandi við þær. Fað lætur allundarlega i eyrum að heyra það, að fiskveiðarnar hafa ekki meiri hluta landsbúa i þjónustu sinni. Hagskýrslur ríkisins segja að meiri hluti landsbúa stundi landbúnað. En vegna þess að jörðin er yfirleitt mögur, og sök- um ýmissa örðugleika, er nær allra land- búnaðarafurða neytt i landinu sjálfu, en sáraiítið flutt út. Fað er því bert, að Noregur heflr aldrei kunnur verið fyrir landbúnað sinn né jarðrækt. Hinsvegar heyrum vér oft minst á Norðmenn sem fiskiþjóð, einmitt vegna þess að út úr landinu eru aðallega fluttar fiskiafurðir. Árið 1919, námu allar útfluttar afurðir landsins 740 miljónum króna, og af því má telja 264,525,000 krónur til fiskiveið- anna, eða um 36°/o af öllum útflutnings- vörunum. Einungis i*) tveim löndum, Japan og New-Foundland, eru fiskveiðarnar svona mikilsverður þáttur í þjóðarbúskapnum. En í hlutfalli við fólksfjölda og náttúru- auðæfi og framþróun þjóðarinnar yfir höfuð, fer hvorugt þessara landa fram úr Noregi, og afleiðingin er sú, að hróð- ur þjóðarinnar sem fiskimannaþjóðar fer *) Höf. gleymir íslandi, en er máske ókunn- ugt um tiiveru þess. — Þýð. Reykjavik, Júni 1923.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.