Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 4
90 ÆGIR heimsendanna á milli. Jafnvel þótt aðrar þjóðir séu fremri í einstökum greinum, verða þó, þegar allar tegundir fiskveiða eru teknar til greina að skipa Norð- mönnum í fremstu röð fiskveiðaþjóð- anna, vegna hinna fullkomnu fiskveiði- aðferða, verkunar og hagnýtingu aflans og verzlunardugnaðar þeirra. Porskveiðin. Af hinum margs konar fiskveiðum sem stundaðar eru í Noregi er engin sam- bærileg við þorskveiðina. Árið um kring er meira og minna veitt þar af þorski, en aðal-veiðitímabilin skiftast i vertiðir og fyrri hluta ársins aðallega norður við íshaf. Ágóðinn af þorskveiðunum nemur helm- ing arðs af öllum veiðum landsins. Árin 1910—14, síðustu árin áður en verðtrufl- un ófriðarins skall yfir, nam ársarður alskonar fiskveiða að meðaltali 54,316,000 kr. og af því nam ágóði af þorskveiðum 25,852,000 kr. eða 47%. Þorskveiðavertíðirnar eru eins og áður segir tvær: stórþorsksvertiðin (Skreifisket) og Finnmerkur eða loðnuvertíðin. Hin fyrnefnda stendur yfir frá því í desem- ber og þar til í apríl. Þá leita stórar þorsktorfur upp að ströndunum til hrygn- ingar. Veiðitímabil þetta er nær eingöngu búndið við Lofoten, jafnvel þótt veiði sé stunduð í minni stíl með allri vestur- ströndinni og suður að Stavangri. Seinna á árinu í maí og júnímánuðum hefst annað þorskveiðatímabilið. Loðnan leit- ar þá einnig upp á grunnið við strend- urnar, til hrygningar, og fylgja henni jafnan miklar þorskgöngur. Veiðiáhöldunum við þessar þorskveið- ar má skifta í þrjá flokka: net, (lagnet), lóðir og handfæri. Fyrstnefndu veiðar- færin hafa reynst einkar fengsæl á ver- tinni við Lofoten og Finnmörk, en þeg- ar nótt er orðin björt eru netin ekki eins hagkvæm og eru þá notaðar lóðir það sam ettir er vertíðar. Þriðja veiðiáhaldið, handfærið, er mestmegnis notað af efna- litlu fólki og flestir bátar hafa það einnig til vara. Það er ákaflega ódýrt og einfalt veiðiáhald, sem hægt er að nota í öllum héruðum landsins. Þorskveiðarnar skila allskonar afurð- um til útflutnings og skulu nokkrar nefndar hér, Fyrst og fremst er að telja harðfisk- inn, sem um hundruð ára hefir verið veigamikil útflutningsvara frá Noregi. Verkun þeirrar vöru er mjög einföld. Fiskurinn er slægður og þveginn og að því búnu hengdur í hjalla og þurkaður þar. Aðalmarkaðsstaður þessa fisks er í Ítalíu. Önnur aðalútflutningsvaran er salt- fiskurinn (Klipfisk), sem ísiendingar kannast við, og verkun hans er nú orð- ið hin sama í Noregi og á íslandi. Aðal- markaðslönd saltfisksins eru: Spánn, Portúgal og Suður-Ameríka. Þriðja teg- und útflutningsfisks er hinn svonefndi Rússatiskur. Hann er flattur og linsalt- aður, en hvorki fergður né þurkaður og yfirleitt verkaður sem allra ódýrast, og síðan seldur í stórum slumpum til Rúss- lands. Lýsið er veigamesta útflutnings- varan önnur en fiskurinn sjálfur. Eink- um hefir meðalalýsið norska fengið gott álit. Það hefir nú i mörg ár — og verð- ur sennilega framvegis — verið talin bezta tegund þeirrar vöru á heimsmark- aðinum. Hrognin eru og all-verðmikil. Mikið af þeim er saltað í tunnur og selt til Frakklands og Spánar. Þar eru þau sumpart notuð í sardínu-beitu og sum- part soðin niður og matreidd þannig á ýmsan hátt. Þorskhausarnir og hryggirnir eru og einnig hirtir. Er það hvorttveggja þurk- að og síðan malað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.