Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 9
Æ GIR 95 siðastliðin 10 ár hefir verið unnið öðru- hvoru að byggingu hafnargarðanna, en framan af höíðu sjávaröflin betur og eyðilögðu að kalla mátti jafnóðum það, sem gert var, braut skörð í garðana og garðhaus brotnaði og færðist úr stað. Tvö síðastliðin sumur hefir verið unn- ið að undirbyggingu hafnargarðanna tveggja, og var henni lokið í fyrrahaust. Sama félagið sem bygði höfnina hér, N. C. Monberg í Kaupmannahöfn, hafði þetta verk með höndum og stjórnaði N. Monberg verkfræðingur þvi. Er það al- menn trú manna, að garðarnir séu nú orðnir svo rammbyggilegir, að ekki sé hætta á að þeir falli. — Hafnargarðarnir eru tveir: — Hring- skersgarður svonefndur að austanverðu, nokkru fyrir austan kaupstaðinn og Hörg- eyrargarður að vestan og liggur hann nokkru innar en hinn. Endurbygging hafnarinnar var í því falin að austur- garðurinn var gerður miklu sterkari en áður og nýr garðhaus gerður í stað þess sem hrunið hafði. Utanvert á allan garð- inn var sett röð af steinsteypukössum neðst meðfram garðinum, en siðan steypt lag frá þeim upp á garðbaúnina. Getur því enginn sjór komist inn í garðinn og sprengt hann. í garðhausnum nýja eru stór steypubjörg sem eftir voru af gamla hausnum, en í bilin milli þeirra voru steyptir tveir kassar, um 300 smál. að þyngd hvor, svo að stykkin mynduðu samfeldan hring. Yarð undirstaðan því miklu breiðari en hún hafði verið áður. Ofan á þetta var siðan steypt samfelt lag, sem bindur saman stykkin í undir- stöðunni svo að sjálíur hausinn er eitt samfelt múrstykki um 2000 smálestir á þyngd. Var vatninu bægt frá með segl- dúkum meðan garðhausinn var steyptur. Hörgeyrargarðurinn var lengdur um 100 metra, og steypukössum raðað utan- vert á allan garðinn eins og þann eystri, til þess að verja þvi að sjór komi inn i hann. Eftir að garðar þessir eru komnir, hefir mjög mikið dregið úr sjávargangi á höfninni og hefir það þegar sýnt sig, að bátar eru tiltölulega öruggir á höfn- ínni. En hins vegar vantar mikið á, að höfn- in sé komin i það lag, sem hún þart til þess að verða fullnægjandi. Til þess þarf að mjókka innsiglinguna til muna, á þann hátt að lengja Hörgeyrargarðinn til austurs, og byggja nýjan garð frá aust- urlandinu beint á móti Hörgeyjargarðin- um, sem jafnframt getur orðið hafskipa- bryggja, þegar höfnin verður dýpkuð. Hefir N. Monberg verkfræðingur gert á- ætlun og tillögur um þetta verk, og látið hafnarnefndina hafa án nokkurs endur- urgjalds. Er þeim þannig hagað, að hægt er að framkvæma verkið smátt og smátt, eftir því sem ástæður og efni leyfa, á þann hátt að steyptir eru kassar og sett- ir í framlengingu garðsins hver af öðr- um. Dráttarbraut til þess að steypa kass- ana á, er til, og þarf að eins stækka hana lítilsháttar. Gert er ráð fyrir, að bryggjugarðurinn verði einnig gerður úr steypukössum, fyltum með grjóti. Innanvert verður garður þessi hallandi eins og bryggja, svo að bátar geti lagst við hann, hvort heldur er flóð eða fjara, en að utanverðu verður hár öldugarður. Hafnargarðarnir í Vestmannaeyjum hafa kostað mikið fé. Kosta Vestmanna- eyingar sjálfir verkið að 8/4, en landið hefir lagt til fjórða hlutann og ennfrem- ábyrgð fyrir hinu fénu. Alls eru það 1300000 krónur sem höfnin hefir kostað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.