Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 15
ÆGIR 101 Sjóraannaheimili. í síðasta tölublaði Ægis var grein eftir hr. Sigurbjörn Á. Gíslason um sjómanna- heimili og nauðsyn á slíkri stofnun hér. Sjómannalýðháskólastjóri Vilh. Rasch var hér á ferð um mánaðamótin maí—júní og hélt hér fundi með mönnum og hvatti til, að hér yrði reist sjómannaheimili. Hinn 8. júní hélt hann fund með nokkr- um mönnum í kaupþingssalnum í Eim- skipafélagshúsinu. Hafði aðgöngumiðum verið útbýtt, og búist við að allir notuðu, sem þeir voru sendir, en svo varð þó ekki. Borgarstjóri Zimsen setti fundinn og flutti hr. Rasch síðan langt erindi um sjómannaheimili í Danmörku og rekstur þeirra, auk þess sýndi hann fundarmönn- um myndir af ýmsum heimilum, þar á meðal myndarlegu húsi, sem reist hefir verið í þórshöfn á Færeyjum. Eftir hann töluðu ýmsir og voru sam- mála um, að á slíku heimili væri hér þörf og var því þegar komið í fram- kvæmd að lestrarstofur fyrir sjómenn voru leigðar, þar sem þeir gætu hvílt sig, lesið, ritað brét o. s. frv. Eftir orðum hr. Rasch að dæma virt- ust honum litlir örðugleikar að koma sjómannaheimili hér á fót, og reynsla hans í Danmörku og víðar heflr verið sú, að slíkt væri ekki miklum örðugleik- um bundið, húsið sjálft væri þyngsti bagginn, en gestir, samkomur og veiting- ar borguðu reksturskostnað. Það var hans reynsla. Sömuleiðis benti hann á þá virð- ingu er æðri sem lægri bera fyrir sjó- mannaheimilum erlendis, og að menn keppast um að koma á þær samkom- ur, sem haldnar eru á þeim, hvort heldur sé um guðsþjónustur eða al- menna fyrirlestra að ræða. Hann nefndi ljölda mörg dæmi er sýndu það, að öll- um stéttum i þeim borgum og bæjum, þar sem sjómannaheimili eru, er ant um þau og hafa brennandi áhuga fyrir, að þeim farnist vel — menn koma á sam- komur ekki einungis til að sýna sig og gera þannig skyldu sína, heldur oftast þegar færi gefst að hlýða á guðs orð sér til uppbyggingar eða fyrirlestra um almenn efni, sér til fróðleiks. Hr. Rasch þekkir heimili þessi í þeim bæjum, þar sem siglingar eru talsverðar og því ávalt gesta von, sem geta borgað greiðann og í skarð þeirra, sem fara af skipum koma menn frá heimilunum, svo að einn kemur er annar fer og pening- ar streyma til hússins; það er hinn rétti gangur og eins og gefur að skilja þróast þær stofnanir bezt í miklum hafna- bæjum. Þegar um sjómannaheimili hér er að ræða, sem flestum þeim, er skilja störf fiskimanna og farmanna þessa lands mun bera saman um, að væri stofnun, sem margt gott gæti af sér leitt, þá ber að í- huga það mál vel og rækilega og ekki dæma grein þessa svo, að hún eigi að leggja hömlur fyrir fagra og nytsama hugsjón. Allir, sem á fundinum 8. júní mættu voru sammála um þörf sjómannaheim- ilis hér, og allir munu í hjarta sínu hafa dáðst að hugsunarhætti þeirra manna, áhuga og fégjöfum, sem hr. Rasch lýsti, en enginn varð til og engan fýsti að standa upp og segja: »Það sem hinn er- lendi maður skýrir frá er fagurt og gott, en sá hugsunarháttur manna og samtök er um velliðan, mentun og góða siði sjómanna ræðir, er ekki eins almennur hér og Rasch hefir mætt erlendis og sönn- un fyrir því er hinn fámenni hópur, sem í salnum er. Vanti undirstöðu þá, vantar mikið«. Þegar um slika stofnun er að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.