Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1923, Blaðsíða 17
ÆGIR 103 Á fyrri árum sínnm stundaði hann einkum hákarlaveiðar og siðar þorsk- veiðar á þilskipum frá Isafirði. Nokkur ár stýrði hann flutningaskipi á Breiða- firði og 2 síðustu árin var hann skip- stjóri Djúpbátsins Braga. Hann var dug- legur sjómaður, stjórnari góður, ókvíð- inn og æðrulaus. Sótti hann sjó með festu og lægni og aflaði vel einkum á hákarl. Aldrei misti hann mann í sjóinn alla sína löngu skipstjóratíð og hlektist aldrei á svo teljandi væri. Orð var á því gert hve rólyndur hann var, og kom honum það að góðu haldi í skipstjóra- stððunni. Var hann því jaínan vel látinn af undirmönnum sínum, og virtur af öllum er kynni höfðu af honum, og sem póstbáts-skipstjóri gat hann sér bezta orðstýr. Er með honum mikill sæmdarmaður úr hóp ísfirskra sjómanna til grafar genginn. Kvæntur var hann Símoníu Kristjáns- dóttur frá Stapadal og lifir hún mann sinn ásamt tveimur uppkomnum börn- um þeirra: Sigríði konu Jóhanns Ey- firðings kaupm. á ísafirði og Kristjáni er lokið hefir skipstjóraprófi í Reykjavik. K. vörpuskipaeigenda, að fela hr. Gunnari Egilson að leita fyrir sér meðal enskra vátryggingarfélaga, um endurtryggingu á togurunum, og undirbúa á annan hátt stofnun félagsins. Gaf hann í haust skýrslu um rannsókn sína á horfum málsins og dreyfði á meðal meðlima í Félagi ís- lenzkra botnvörpueigenda. Var nú málið til umræðu og undirbúnings á allmörg- um félagsfundum, þangað til að félagið var stofnað á fundi þ. 15. janúar s.l., af eigendum nálega 20 botnvörpunga. Fyrsta árið endurtryggir félagið alla á- hættu sína, en ætlunin er að það takist sjálft á hendur hluta hennar smátt og smátt, eftir því sem því vex fiskur um brygg- Stjórn félagsins skipa þeir framkvæmd- arstjóri Jón ólafsson, formaður, fram- kvæmdarstjóri Kjartan Thors, fram- kvæmdarstjóri August Flygenring, fram- kvæmdarstjóri Magnús Th. Blöndahl, og skipstjóri Þorsteinn Þorsteinsson, en framkvæmdarstjóri félagsins er Gunnar Egilson. 1 sambandi við stofnun þessa félags, hefir Félag íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda sett á stofn skrifstofu, og veitir Gunnar Egilson henni einnig forstöðu. Skrifstofurnar eru báðar í Hafnarstræti 15. (Verzlunartíöindi). Það hefir í allmörg ár verið vakandi í hugum margra botnvörpungaeigenda, að stofna með sér vátryggingarfélag, er tæki að sér vátryggingu á íslenzka togaraflot- anum, en það var fyrst á síðastliðnu sumri að skriður kom á málið. Var þá samþykt á fundi í Félagi islenzkra botn- Um verð á saltfiski heyrist ekkert og komið þó fram að mánaðarmótum júní—júlí. Vertíðarafli á Stokkseyri, sem ekki var getið í síðustu aflaskýrslu varð um 400 skpd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.