Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 4

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 4
106 ÆGIR er utan við Flateyri. Allir frá 1. april ti 1. júli uni 670 skpd. Afli yfirleitt mjög rýr og hlutfallslega minni en á hinum fjörðunum. Súgandafjörður. Á vertíðinni gengu þaðan 11 vélbátar frá 2 — 11 lesta, og auk þess 20 smábátar með 1—3 mönn- um, er flestir tóku að stunda færaveiðar í lok maímánaðar, en vélbátarnir hættu þá margir veiðum. Afli frá 1. apríl til 1. júlí um 560 skpd. Aflabrögðin einhver hin lélegustu er menn þar muna, eink- um fyrri hlula vertíðarinnar. Bolungavík. Þaðan gengu i vor 22 vélbátar og eilthvað 14 árabátar. Afli alls um 1680 skpd. Vertíðin einhver hin lélegasta er menn muna. Hnífsdalur. Á vorvertíðinni gengu það- an 13 litlir vélbátar og auk þess 2 vél- bátar til kúfisksveiða og um 25 árabát- ar. Auk þess hefir einn 30 lesta vjelbát- ur lagt þar upp afla i vor, og enn frem- ur mun annar 20 lesta vélbátur ganga þaðan á línuveiðar í sumar. Afli alls á vertiðinni um 1850 skpd. Aflinn á minni vélbátum afarrýr, líkt og í Bolungavík. ísafjarðarkaupstaður. Þaðan hafa geng- ið í vor 15 — 16 vélbátar um og yfir 30 lesta og 2 smærri vélbátar. Ekkert segl- þilskip gengur nú á fiskveiðar héðan úr bænum og þykir mér sennilegt, að slíkt hafi ekki borið við síðan bferinn fékk kaupstaðarrjettindi og jafnvel lengra tram. Alls hefir aflast héðan frá 1. april til 1. júlí um 3400 skpd. Auk þess hefir verið keypt eitthvað af linuveiðaskipum. Mjög litið af flski þessum hefir aflast hér á íiskistöðvunum. Fyrst eftir páskana héldu bátarnir sig suður við Snæfellsjökul og í júnimánuði norður við Siglufjörð. Afla- l'engur þeirra mun yfirleitt mega teljast í meðallagi, en meiri lóðafjölda hafa þeir notað að kunnugra sögn til þess að ná þessum afla en áður. Beitukostnaður er og mjög mikill og steinolíueyðsla eftir svona langar veiðiferðir. Útgerðarkostn- aðurinn er þvi mikill og hlutir sjómann- anna tiltölulega mjög lágir. Álftafjörðui. Þaðan hafa gengið 4 slór- ir vélbálar (um 30 lesta) og 1 20 lesla bátur á færi, svo og 6 litlir vélbátar og eitthvað af litlum róðrarbátum síðari hlula vertíðar. Aflafengur þar frá 1. apríl um 1290 skpd. Stóru bátarnir þaðan hafa stundað veiðar á sömu slóðum og ísa- fjarðarbátarnir. Aflinn á smærri bátana mun hlutfallslega svipaður og i Hnífsdal. Ogurnes. Þar varð nú fiskvart um 8. maí og þykir það óvenju seint. Um 20 árabátar gengu þaðan og úr Miðdjúpinu flest i vor, og fengu um 180—90 skpd. til 1. júlí. Aflabrögðin afarrýr. Slétluhreppur, Á vorvertíðinni gengu þaðan 6 vélbátar, þar af 5 úr Aðalvík og 1 frá Hesteyri. Enn fremur um 16 árabátar, 8 úr Hornvík og 8 úr Aðalvík. Sennilega ganga fleiri árabátar þaðan i sumar. Afli á báta þessa telst mér eftir skýrslum og upplýsingum þaðan um 830 skpd. Aflabrögðin talin í besta lagi og langt síðan jafngóður afli hefir lengist á vorvertíð i Aðalvik. Er þetta eina veiði- stöðin, sem sæmilega hefir aflast í hér vestra. Af veiðistöðvum í fjórðungnum eru þá einungis ótaldar Gjögur svo og Stein- grímsfjörður. Á Gjögri mun hala byrjað afli óvenju snemma í vor, en skýrslur hefi eg ekki náð í þaðan. A Steingrims- firði byrja róðrar venjulega ekki fyr en um miðjan ágúst, en í júnímánuði kvað hafa aflast þar mjög vel. Upplýsingar um aíla þar hefi eg eigi fengið enn þá. Eins og sést af framanrituðum skýrsl- um og upplýsingum hafa aflabrögðin verið afarléleg víðast hvar í fjórðungn- um. Vitanlega er ekki enn séð, hvernig

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.