Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 8
110 ÆGIR búa mælti hefja undirbúning, sem bæði flýlli fyrir aðalverkinu og gjörði það ódýrara. Samtök virðist ókunnum manni, sem kemur í þorpið og litast þar um, vera talsverð. Myndarlegt barnaskólahús hefir verið bygt og vandaður garður steyptur í kringum kirkjugarðinn og er það mikið verk og framkvæmt á örðug- um árum; er því eigi óhugsandi að sam- tök gætu myndast, til undirbúnings skjól- garðs, sem væri hann rjetl settnr og nógu langur mundi bæta hag þorpsbúa, auka verslun, tryggja eigur manna (bátana) og auka sjósókn. Vegna fjárhagsörðugleika, scm nú eru og vofa yfir má ekki vænta þess, að til framkvæmda aðalvei*ksins komi nú þegar, en talsverðan undirbún- ing mætti hafa, er gerði aðalverkið ódýr- ara er þar að kemur, en til þess þarf vilja, skilning og samtök ótafsvikurbúa. Sandur. Dagana 11. og 12. júlii var jeg á Sandi. Fór hr. verslunarstjóri Dani- el Bergmann með mér þegar eg kom og sýndi mér mannvirki þau í Ivrossa- nesi, vestanvert við kauptúnið, sem lýst er i »Ægi« 16. árg. 3. tbl. bls. 37. Er nú verið að steypa garð þann er hrundi 14. janúar s. 1. og miðar verkinu vel áfram. Regar við komum út i Krossavík, var hásjávað og ekki auðið að sjá hvernig innsigling var í skipakví þessa, en skjól gefa garðarnir er inn í hana kem- ur fyrir öllum áttum — og um ílóð virðist hún rúmgóð. Daginn eftir fórum við Bergmann og hr. Hermann Jónasson, sem um tíma dvelur á Sandi, út i Krossavík og var þá fjara. Var kvíin þá tóm og gengum við þvert yfir hana að görðunum. Þar sem eins hagar til og á Sandi, að lendingar eru fyrir opnu hafi, er það stór gallí, að ekki verði komist inn í skjólið þegar ilt er í sjó, hve nær sem er, en svo er ekki hér. Það má ekki falla út meir en að vissri dýpt lil þcss að inn í kvína fljóti og ætli bátar að leita skjóls þar og komi að landi um fjöru, þá verður að bíða þangað til að- fallið er svo, að dýpi sé nóg fyrir þá, þar sem inn i kvína er farið. Verður hjer þvi um öruggan biðstað að ræða fyrir alla, sem bíða þurfa og merki á landi verður að setja sem sýna hvar sá staður er og mun vitamálastjóri efalaust verða í samráðum við Sandara um gerð þeirra merkja. Sömuleiðis ætti að setja greinileg merki á innanverðan garðinn, er sýndu hvenær dýpi er nóg til inn- siglingar og um leið ætti að gefa þeim bátum, sem úti væru, merki (t. d. með flaggi), að dýpi i innsiglingu væri nóg. Alt þelta kann að vera kunnugt for- mönnum á Sandi, en gæta verður þess, að framandi mönnum sem i hrakning- um lenda, getur komið til hugar að leita skjóls í Krossavik og þá verða þeir að hafa einhver merki til að fara cftir, sem sjálf- sagt verða auglýst er svo langt kemst. Fram með garðinum að innanverðu er mikið grjót og mundi vel fara á að nota það i bryggju, er lægi frá honum nokkuð út í kvína. Ynnist tvent við það: í fyrsta lagi að slik bryggja gæti komið sér vel og hitt, að best væri að allur kvíarbotninn væri grjótlaus og sem slétt- astur; bátar sem þar lenda hata best af því. Skipakvíin i Krossavík er hinn örugg- asti staður fyrir báta er inn er komið og eiga þeir þakkir skilið, sem komu fyrir- tæki þessu í íramkvæmd í þessari lend- ingasnauðu veiðistöð. Afli á Sandi frá Vi—V7 var 12—1300 skpd. aj fiski. Þaðan ganga á vetrarvertíð (1. jan. lil miðs einmánaðar) 20 áttrónir bátar, en frá miðjum einmánuði til 1. júlí að með- altali 10 bátar. All árið stunda veiðai'

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.