Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1923, Blaðsíða 12
114 ÆGIR Hjálp og hjiikrun í slijsum og sjúk- dómum síimið liefir Sigurður Sigurðsson fyrv. héraðslæknir í Dalas5rslu. Bók þessi er 142 bls. og auk þesserskrá yfir heimilislyf, efnisskrá og efnisyfirlít. 54 myndir eru til skýringar í bókinni. Bókin mun landsmönnum kærkomin og ætti að fylgja liverju íslenzku skipi. ísrek i Norðurhafi 1922 Isreksskýrslan fyrir siðastliðið ár, hin 4., sem »Ægir« birtir, sýnir, að ís hel'ur verið með langminsta móti þetta ár. — Fyrir austan Spitsbergen hefir hann ver- ið langtum minni en vanalega, alla 5 mánuðina, sem skýrslan nær yfir, en við Austur-Grænland nokkuð nálægt meðal- lagi í mai og júní, fyllilega það í april, en langt frá þvi í júlí og ágúst. Þetta sést glögt á kortunum, því að á þau hafa nú verið dregnar stykkjalínur ( — — — ), sem sýna meðal úlbreiðslu íss- ins i hverjum mánuði, reiknað eftir með- altali árin 1898 — 1913. Hér við land sást ísinn aldrei allan þann tíma, og er það fágætt, og oftast var hann langt frá land- inu, í júlí og ágúsl að minsta kosti lengra, og hina mánuðina aldrei skemra burtu en í meðal ári. All bendir þetta á hærri hita í norð- anverðu Norðurhafinu (kring um Spits- bergen og við Austur-Grænland) en vana- lega, eða að Golfslraumurinn hefir venð ríkari, en Pólstraumurinn veikari en verija er til, og ekki er það efamál, að þessi atriði, óvanalega lítill ís og sjórinn i hlýjasla lagi síðastliðið vor og sumar, hafi verið orsökin lil þess, hve óminni- lega hlýr siðasti vetur var hér, og það hefir að sjálfsögðu haft eigi litil áhrif á Hitinn í sjónum hér við land, hefir senni- lega verið nokkuð óvanalegur, enda þótt eigi sé auðið að segja um það með vissu, þar sem reglubundnar mæl- ingar eru enn eigi gerðar, nema á örlá- um stöðum. Veðurfræðisstofnunin er nú farin að láta mæla og hefur þegar í síð- ustu Veðurfarsbók sinni birt þar skýrsl- ur, sem hún þá hafði fengið, en þær voru því miður frá alt of fáum stöðum. Er vonandi að slofnunin verði þess um- kornin að fá sem bráðast hitamælingum komið á fót á nokkrum ákveðnum stöð- um, eigi að eins í yfirborði, heldur einn- ig í djúpmælingum. Að því ætti fiski- mannastétt landsins og talsmenn hennar á Alþingi að styðja. B. Sœm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.