Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 3

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS. 16. árg. Reykjavik, Agúst—Sept. 1923. Nr. 8-9. Skýrsla erindrekans í Norðlendingafjórðnngi. Skýrsla mín til Fiskifélags íslands verð- ur að þessu sinni hvorki löng né yfir- gripsmikil. Veldur því einkum, að í nóv- br. s. 1. ofkældisl eg á ferðalagi í þarfir Fiskifél. og var eftir það meira og minna veikur af illkynjuðum og mjög langvar- andi »bronchitis« allan veturinn og fram á vor. Gat þvi ekki, og inátti ekki sam- kvæmt læknisfyrirskipun íerðast neitt verulega þenna tíma, og átti þar af leið- andi bágt með að starfa með fullum krafti að ýmsum viðfangsefnum, sem mér eru hugleikin og sem kynnu, ef til framkvæmda kæmust, að miða í rétta átt. Eitt af þeim málum, sem ekki virðist þýðingarlítið, er stofnun ábyrgðarfélags fyrir mótorbáta í Norðlendingafjórðungi, eða fyrir svo mikinn hluta hans, sem unt væri að sameina í því fyrirtæki. Þetta hefir um langan tíma verið áhuga- mál ýmsra framtakssamra útgerðarmanna hér við Eyjafjörð, t. d. Páls kaupmanns Bergssonar i Hrísey og fleirri góðra drengja. — Síðan eg tók við erindreka- starfinu hér nyrðra, hefi eg eftir megni reynt að sýna rnönnum fram á nauðsyn þessa máls og vekja áhuga fyrir þvi, hæði á fundum og í viðtali við bátaeig- endur. Síðasta fjórðungsþing hafði málið hl meðferðar og var þá kosin 3ja manna nefnd milli þinga til þess að íhuga mál- ið og koma fram með ákveðnar tillögur á næsta fjórðungsþingi. Nefndin hefir nú lokið starfi sínu og mun leggja álitsgerð sína og lillögur fyrir fjórðungsþingið í vetur. Þegar lítið er á það, hve útbúnaður allur á mótorbátum er nú orðinn mikið betri og þekking á meðferð mótoranna fullkomnari en var lengi framan af, eftir þessir bátar fóru að tiðkast, — jafn- vel þó alment vanli mikið á, að Til- skipun um skoðun skipa og báta og ör- yggi þeirra frá 1922 sé fylgt — þá virð- ist engum vafa bundið, að slíkt ábyrgð- arfélag mundi með almennri þátttöku geta þrifist vel, þótt ábyrgðargjöldin væru helmingi lægri, en Samábj^rgð íslands tekur nú. Þetta álit byggist á hundraðs- tölu bátstapa og bátaskemda fyr og nú, jafnvel þó fult tillit sé tekið til verðmæt- ismunar á báðum tímum. Ekki þarf Ijósum að því að lýsa hve geigvænlegt tapið er mönnum, sem lagt hafa aleigu sina í mótorbát, þetta frá 8—30 þús. krónur, ef þeir missa bátinn, ef til vill alveg, og fá skaðan að engu bættan. Hins vegar er ábyrgðin nú svo dýr, að útgerðin ýmist rís ekki undir henni, eða að ábyrgðin gleypir allan eða mestallan arðinn af bátnum. Pví er skiljanlegt að menn kynoki sér við slíkum byrgðum og treysti á guð og gæfuna, að slys ekki verði. En væri nú mögulegt að létta þessa byrði um helming eða meira, sem áreið-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.