Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 6
124 ÆGIR aður erlendis fyrir liann saltaðan, sem áður var dýr útflutningsvara. Væri nú ekki gerlegt að reyna að koma upp 3 — 4 reykingarhúsum í veiðistöðvum nálægt helztu laxveiðivötnunum, reykja þar lax- inn og svo ýsu eða aðrar fiskitegundir, sem bezt væru til þess kjörnar og freista að afla þeim markað erlendis. Að minsta kosti er vert að ihuga þetta. Af ástandi útvegarins í minu umdæmi er ekkert nýtt til frásagna, nema að ný- lega er stofnuð fiskifél.deild í Grimsey með 12—14 meðlimum. Er Steinótfur G. Geirdal útgerðarmaður formaður deild- arinnar. Eg hefl bent honum á, að öllu heppilegra væri að hann sneri sér sem mest til skrifstofunnar syðra um mál deildarinnar, en til mín, vegna símaleysis þar, og færu bréf þar um gegnum Húsa- vik beina leið. Með því ynnist tími í ýmsum tilfellum. Þilskip gengu með allra fæsta móti til fiskjar héðan á liðnu vori og öfluðu fremur laklega. Mótorbátar byrjuðu róðra 6. og 7. júní. Kalla má að afli á þá hafi verið sæmi- legur, en mun þó minni alment en í fyrra, og fiskur allur jafnsmærri en þá. Annars er fremur dauft yfir mönnum og málefnum hér um slóðir. Horfur á fisk- sölu eru slæmar, hér sem annarstaðar. Að vísu er talsvert aí fiskinum þegar selt i orði, óverkað og fyrir lágt verð. Skýrslu um bátafjölda og skipa svo og sundurliðaðan afla, mun eg senda síðar, og þá um leið um ferðalög mín og ann- að starfsemi minni viðkomandi. Skal eg nú einungis geta þess, að eg hefi farið nokkuð milli nærliggjandi veiðistaða svo og um Húnavats- og Skagafjarðarsýslur, og er þaðan ekkert að skrifa sem ný- mælum sætir. Vertið við Drangey varð með lakara móti og flestir Skagfirskir mótorbátar gengu frá Siglufirði í vor á- samt ýmsum fleiri bátum viðsvegar að. Alls gengu þaðan, er flest var, 45 mót- urbátar og 6 gufuskip. Aflaskýrslur hefi eg sent Hagstofunni samkvæmt tilmælum yðar. Hið fyrirhugaða námsskeið í vélfræði komst eltki á siðastliðinn velur, svo sem yður er kunnugt, af þvi of fáir þátttak- endur gáfu sig fram, en tilraun verður gerð aftur i vetur, og verður hr. Jón Esphólín kennari sem að undanförnu. Svalbarðseyri, 27. júli 1923. Páll Halldórsson. Til stjórnar Fiskifélags Islands. Aðalfundur Eimskipafélagsins. Laugardaginn 30. júní, var aðalfundur Eimskipafélags íslands haldinn i Kaup- þingssalnum í húsi félagsins. Kosinn var fundarstjóri Halldór Daníelsson hæsta- réttardómari, og ritari fundarins Lárus Jóhannesson cand. juris. Aðgöngumiðar að fundinum höfðu verið afhentir fyrir þessu hlutafé: f. h. ríkis- sjóðs kr. 100,000; Vestur-tslendinga kr. 104,100 og aðra hluthafa kr. 427,275.00 samtals kr. 631,375.00. Alt atkvæðisbært hlutafé í Eimskipa- félaginu nemur nú kr. 1,680,750, og voru þvi afhentir aðgöngumiðar 37,l°/o af öllu atkvæðisbæru hlutaíé. Atkvæðisseðlar að fundinum voru af- hentir þannig: fjármálaráðherra f. h. rík- issjóðs 4000 atkv., öðrum hluthöfum en landssjóði og umboðsmönnum Vestur- Islendinga 17,091, Magnúsi J. Kristjáns- syni og Ben. Sveinssyni i umboði fyrir Vestur-íslendinga 500 atkvæði hvorum,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.