Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 7
ÆGIR 125 eða samtals 1000 atkv. Voru því alls af- hent 22,091 atkv. Áður en gengið var til dagskrár mint- ist í'ormaður félagsins, Pétur ólafsson konsúll, Hallgríms Kristinssonar framkv. stjóra, sem látist hafði úr stjórn félags- sins á síðasta starfsári og nokkurra ann- ara, og bauð því næst velkominn Svein Björnsson sendiherra, sem staddur var á fundinum. Þá var gengið til dagskrár, og var fyrsti liður hennar, að stjórnin skýrði frá hag félagsins og framkvæmdum á liðnu ári og frá starfstilhöguninni á yfirstandi ári, og legði fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1922, og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórn- arinnar og tillögum lil úrskurðar frá endurskoðendum. Samkvæmt efnahagsreikningi félagsins námu eigur þess 31. des. síðastl. kr. 3,608,674,01 en skuldir, að meðtöldu hlutafé kr. 3,146,781,73. Verða þá eftir eignir umfram skuldir kr. 461,892,28. En frá þessu dregst svo aftur kr. 269,000, sem stjórn íélagsins hefir ákveðið að verja til frádráttar á bókuðu eignarverði. Verður bókfært verð fasteigna og skipa eftir því þetta: Gullfoss ca. 310 þús. kr., Goðafoss ca. 1400 þús. kr., Lagarfoss ca. 525 þús. kr. Húseignin við Pósthússtræti 727,6 þús. kr., vörugeymsluhúsin 39,5 þús. kr., skrif- stofuhúsgögn 29 þús. kr. Reikningur fél. var samþ. í einu hljöði. t*á kom til umræðu 2. liður dagskrár- innar: að taka ákvörðun um till. stjórn- arinnar um skiftingu ársarðsins, Var rit- ari félagsins, Jón Þorláksson verklræð- ingur, framsögumaður hennar og skýrði iiana. Kom fram í sambandi við hana breytingartill. frá Hjalta Jónssyni írkvstj., þess efnis, að greiða stjórnendum félags- ins 500 kr. þóknun hverjum fyrir störf þeirra í þágu félagsins s. 1. ár. Voru bæði till., stjórnarinnar og H. J., samþyktar. Þá var tekin fyrir kosning 4 manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr áttu að ganga. Voru það þeir Pétur Ólafsson konsúll, Halldór Þorsteinsson skipstjóri, Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður og Árni Eggertsson, sem úr átti að ganga af hálfu Vestur-Islendinga. En á fundinn liafði borist bréf frá Vestur-íslendingum, þar sem tilkynt var að þeir tilnefndu þá Árna Eggertsson og B. L. Baldvinsson til stjórnarkosningar. Ennfremur var það tilkynt á fundinum, að af hálfu ríkis- stjórnarinnar hefði Jón Árnason fram- kvæmdarstjóri verið skipaður í stjórn fé- lagsins í stað Hallgrims Kristinssonar. — Fór stjórnarkosning svo, að af hálfu Vestur-lslendinga var kosinn Árni Egg- ertsson með 11,438 atkvæðum, B. L. Baldvinsson hafði fengið 1364. En af meðlimum búsettum hér voru endur- kosnir Pétur ólafsson með 11,284 at- kvæðum, Hallgrímur Benediktsson með 10,363 atkv. og Halldór Borsteinsson með 10,327 atkv. Næstir þessum fengu Ólafur Johnson 3454 atkv., Jón Björnsson 2683 og Hjalti Jónsson 1766 atkv. Bá var til umræðu tillaga um breyl- ingu á reglugerð fyrir eftirlaunasjóð fé- lagsins, og var sú tillaga frá stjórn fé- lagsins. Urðu um hana allmiklar um- ræður, en að lokum var hún samþykt óbreytt. Endurskoðandi reikninga Eimskipafé- lagsins var kosinn Þórður Sveinsson kaupmaður og vara endurskoðandi Guð- mundur Böðvarsson. — Þá kom til umræðu og atkvæðagreiðslu tillaga Magnúsar Guðmundssonar í Borg- arholti í Árnessýslu, þess efnis, að Eim- skipafélagið bjóði ríkisstjórninni að kaupa eitt eða fleiri af skipum ríkissjóðs, þannig

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.