Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 10
128 ÆGIR Eimskipið „Trevessa" sökk í Indlandshafi 4. júní s. 1. á leið írá Ástralín til Norðurálfunnar. Eimskipið »Trevessa« var eign »Hain« íelagsins, var upprunalega þýzkt og 5000 rúmlestir að stærð. Staðurinn þar sem skipið sökk er mitt á milli eyjarinnar Mauritius og suðurhluta Ástraliu, eða ef nákvæmar skal tilgreint, í beinni líuu frá Cap. St. Marie á Madagaskar til Free- mantle á suðvesturströnd Ástralíu. Hinn 27. júní náði skipstjóri »Trevessa«, Cecil Foster, landi á eyjunni Rodriguez, sem er ein af Maskarenzku eyjunum (Reunion, Mauritius Rodriguez). Var hann á einum skipsbátnum og með hon- um 16 menn. Hann skýrir frá skipstap- anum og ferð sinni á bátnum í 23 daga, á þessa leið: Um miðnætti hinn 3ja júní var »Tre- vessa« beitt upp í sjó og vind með hæg- um gangi (lögð til), þar sem leki var kominn að skipinu og dælur höfðu ekki við. Stormur var frá suðvestri, stór- sjóað mjög, og reið hver aldan eftir aðra yfir skipið svo við ekkert varð ráðið Skipið seig æ meir og meir eftir því sem sjórinn óx í farmrúminu. Klukkan 1 aðfaranótt hins 4. júni skipaði eg að hafa björgunarbáta til taks og bauð allri skipshöfn að láta á sig sundvesti. Klukkan 2 og 15 m. eftir mið- nætti var haldið frá skipinu á tveimur björgunarbátum, var eg fyrir öðrum en fyrsti stýrimaður fyrir hinum. Þegar við lögðum frá skipinu var hástokkur þess að framan komin að sjávarfleti. Allir voru hinir rólegustu og agi í bezta lagi. Áður en við yfirgáfum skipið sendi eg þráðlausa skeytið S 0 S . ,s. _ _2 _ .s. . og gaf um leið breidd og lengd staðar þess er við vorum á. Svar fengum við frá skipinu e/s. »Runic« og tveimur ó- þektum skipum, en tími var of naumur til frekara skeytasambands. Báðir bátarnir héldu hóp alla nóttina og næsta dag og væntu hjálpar á hverri stundu en er ekk- ert skip sást, voru segl dregin upp kl. 5 e. h. (4. júni), en er siglt haíði vei’ið í eina klukkustund bilaði stellingin í bát mínum og siglutré féll niður. Fyrsli stýri- maður tók þá að draga bál okkar, en sökum þess hve sjór var úfinn og af rykkjum þeim, sem báturinn tók, slitnaði dráttartaugin kl. 10 um kveldið og við urðum að liggja fyrir drifakkeri þá nótt. Hinn 5. júni ásetti eg mér að leita lands á Mauritius og hafði byr þá stefnu eins og stóð; þar að auki hjálpaði hinn vestlægi straumur. og gat eg búist við að ná suðaustur staðvindinum. Eg hélt stefn- una VNV (réttvísandi), með vaxandi vindhraða og stórsjó til hins 8. júní. Frá kl. 10 f. h. til kl. 2Va þann dag var stormur og sjór svo, að við hættum að sigla og létum reka fyrir drifakkeri. KI. 21/* reyndum við að sigla en urðum aft- ur að leggja bátinn upp i veðrið kl 6 um kveldið, og lágum fyrir drifakkeri alla nóttina. Veður var hið versta og mjög. dimt Regn þá nótt var afskaplegt. Með því bátur minn var hraðskreiðari en sá, sem stýrimaður var á, tók eg þá ákvörðun að breyta stefnu og halda til Rodriguez, sem var hið næsta land og fá hjálp þaðan. Kompásar beggja bát- anna voru ónýtir, ekkert að reiða sig á þá og stýrðum við því eftir sól og stjörn- um. Stýrimaður minn og eg höíðum tal- að okkur saman um áður, að við skyld- um reyna að ná suðaustur staðvindinum á 23° 50' suðlægrar breiddar, stefna svo N. V. þar til við værum komnir á 19° 55' suðurbreiddar, halda þaðan beint í vestur þar til við næðum eyjunum. Hinn 9. júní kl. 4 e. h. misti eg sjónir á hin- um bátnum. Hinn 10. júní gekk mér vel.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.