Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 15

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 15
ÆGIR 133 inn og á Rej'kjavíkurhöfn, sumir í Hafn- arfirði, og á þessum stöðum hafa þeir sokkið, brotnað eða þá rekið á land og viðgerðir eftir hin miklu rok, sem hér skella á stundum, verið miklar og dýrar. í vetrarlegum hafa bátar þessir verið mannlausir en það fylgir öllum skipum, að þau þola ekki að vera það; engu hnignar eins fljótt og skipi, setn menn hafa yfirgefið; svipurinn hverfur og ýmis- legt ásækir, sem gerir það eyðilegt og Ijótt, og hvar sem skip fer um, lýsir það smekk eða smekkleysi, hirðu eða hirðu- leysi og þekkingu eða vankunnáttu þeirra, sem stjórna því. í mýrinni milli Hamarsins og Flens- borgar í Hafnarfirði, hafa nokkur skip verið sett á land undanfarin ár, og þar hefir farið vel um þau. Skip þessi hafa verið alt að 50 rúmlestum að stærð. Til þessa hefir þessi staður lítið verið aug- lýstur og efalaust mörgum ókunnur, en þar eð komið er svo, að sjóvátrygging fæst vart fyrir skip á þeim stöðum, þar sem þau til þessa hafa orðið að liggja, ættu Hafnfirðingar að nota þetta bæjar- land sitt og bjóða mönnum uppsátur fyrir skip, sem eru i sannkölluðu reiði- leysi. Upp- og framsetning og geymsla skips- ins í langan tíma, hefir kostað um 700 kr. fyrir skip hin síðustu árin. í mýr- inni geta staðið 20—30 skip og gætu bæj- arbúar fengið talsverða vinnu við þelta, en þeir sem ættu skipin græddu það, að skip þeirra fengju að þorna, trémaðkur dræpist og kostnaðarminna væri að þrífa skipin þar og gera þeim til góða, en er þau lægju út á sjó. Það voru 36 tonna bátarnir, sem 1916 —17 voru keytir frá útiöndum og áttu á 1—2 árum að gera eigendur að stór- efnamönnum, en það stóð ekki heima. Engir bátar hér hafa misheppnast eins, og þeir munu fáir, sem eina krónu eiga fyrir þeirra aðgerðir eða vinnu. Flestir þessara báta er vonarpeningur, en góð skip þó. Á nú að láta mótorskrjóð eyði- leggja góða fleytu og eigendur fjárhags- lega meira en þeir hafa þegar gert; á að fleygja þvi burtu sem ónýtu, er fyrir 5 árum kostaði 50—80 þúsundir krónur? Óþarfi væri það, ef menn vildu athuga málið eins og það liggur fyrir. Það eru ekki nema 20 ár liðin síðan, að 30—36 tonna bátar þeir, sem nú eru eigendum byrði hefðu verið álitnir fyr- irtaks fiskiskip, það er að segja mótor- lausir og mótorlausir geta þeir orðið það enn. Eg var svo heppinn að kynnast Ásgeiri sál. Ásgeirssyni kaupmanni á ísa- firði og vera á útvegi haris. Þá átti hann 24 smáskip og var jeg á einu þeirra. Hann sagði mér, að þau væru sínir beztu skiftavinir; hvert þeirra hafði sinn reikn- ing; allir keptust við, að hann yrði sem beztur og vöruvöndun var í ágætu lagi. Kúttera átti hann einnig, en þeim gekk ver. »Lilja«, sem hann keypti af föður mínum rakst á ís út af Dýrafirði og sökk. »CalIa« gekk ekki vel, en smákopparnir voru iðnir og útgerðin ódýr. Smáskipin sem áður fyr stunduðu veiðar úr Hafn- arfirði öfluðu vel og voru sum þeirra ekki upp á marga fiska, hvað siglingu viðvíkur, en atvinna á þeim þótti góð og ánægja fylgdi veiðunum. Hefði í þá tíð verið eins ástatt og nú, að ekki hefði þurft annað en skreppa inn á höfn til þess að fá fiskifréttir í síma ef fiskur var tregur, hefði afli orðið enn meiri en varð. Væru mótorar teknir úr hinum stærri bátum, áður en þeir grotna niður og verða að engu, mætti fá laglegan segl- skipaflota, góð sumarskip og æfingaskip til þess að rifja upp góða gamla list, að draga íisk á færi. Gamla lagið, sem marg-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.