Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 17
ÆGIR 135 undirstaða til velmegunar þess, er skamm- aði mig, en faðirinn kunni með skip sitt að fara og vissi hvernig bann átti að koma fram við háseta sína, en hvorugt kunni siðameistari minn. Eg býst við að likt geti farið enn; þó vil eg benda mönnum á að það er að öllu óransakað mál, hvort 30 tonna bátur þolir 60 hesta vél; bátar hafa horfið og annað vita menn ekki, en heyrst hefir að! þeir hafi siglt sig undir. 1922 drukna í sjó 97 menn þar af á mótorbátum 52, á öðrum bátum og af slysum 45 menn. í ár eru farnir í sjóinn 34 menn, þar af á mótorbátum 15 menn. Sést af þessu, að menn drukkna af fleiri fleytum en seglskútum og róðrabátum. Hákarlaveiðar þær sem byrjaðar voru hal'a að mörgu leyti misheppnast. Legu- færi eru nú vir og akkeri, í stað pertlínu og dreka. Hákarlalýsi er í góðu verði en það þykir ekki nógu hátt. Til þess að það þyki sæmilegt verður það að hækka það, sem eyðsla mótorins nemur, sem eins og áður er sagt getur verið mis- munandi eftir því hver tegundin er. Út- lönd þau, sem kaupa lýsið, breyta i engu verði, þótt mótorar upp á íslandi eyði svo og svo mikilli steinolíu við veiðarn- ar. Það hefir engin áhril' á það. Þess vegna verða þeir. sem þessa útgerð stunda að draga svo úr kostnaði, að þeir hafi arð af veiðinni og hann getur eins orðið nú eins og hann var áður ef sama að- ferð er notuð, sami útbúnaður legufæra og hreyfiafl segl og ekkert annað en segl. Sjórinn er fullur af hákarli, bæði kring- um Jökulinn, fyrir framan Eyrarbakka og viðar, og hinir stóru mótorbátar 30— 50 tonna eru betri skip en flest þeirra, sem áður stunduðu þær veiðar. Einhver ráð verður að hafa til þess að fólk fái vinnu yfir sumartímann. Allir sem vinnu þurfa komast ekki í sveit og um sláttinn standa mótorbátar viða uppi. Botnvörpuskipin geta ekki veitt atvinnu nema litlum hluta þeirra, sem eru fiski- menn, og síldveiðar er ekki að reiða sig á fyrir fjöldann. Seglskútur gætu hjálpað hér að mun yfir sumarið. Skip íslands eru alls, með botnvörpu- skipum og öðrum skipum að 50 tonn- um 72 að tölu. Stýrimannaskólinn út- skrifar um 30 stýrimenn árlega. Á öllum islenzku skipunum eru kornungir yfir- menn og þeir sem mistu stöðu sina sem yfirmenn i fyrra, þegar »Haukur« var seldur og »Svalan« strandaði, hafa hvergi komist að enn þá — og hefði »Esja« ekki verið keypt, má telja víst, að yfirmenn á »Sterling« væru í sama reiðileysinu. Hvert stefnir þetta? Skólavera 30 manna i 2 vetur verður vart minni en 90 þúsund krónur. í Hafnarfirði má minst reikna að 8— 900 framandi menn hafi sezt að hin sið- ustu árin, og sveitarstyrkur var þar árið sem leið, 72 þúsund krónur. Þessi 8—900 manns sem orðin eru framyfir það sem Fjörðurinn ber, dreyfir vinuunni svo, að enginn hefir nóg og þeir sem enn eiga eitthvað, verða að halda lífinu í þeim, sem ekkert hafa og enga vinnu fá, og með þvi fyrirkomulagi líður ekki á löngu, þar til þar er komin alger jafnaðar- menska, sem haldið er fram af sumum að sé hið bezta og eina rétta. Atvinnugreinar eru fáar hér á landi, engar verksmiðjur, sem gætu veitt fjölda manna atvinnu eins og víða er i öðrum löndum, og því í fá hús að venda tyrir almenning til að fá vinnu mikinn part ársins við sjávarsíðuna. Fjöldi manns streymir þangað og kemst vart þaðan aftur, eftir að öllu er eytt og meiru til af því, sem komið var með, er flutt var.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.