Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 18
136 ÆGIR 1. vetrardag á að kjósa til alþingis og vonandi verður þingmönnum ljóst hvert verkefni þingsins er, þegar vandræðin standa lyrir dyrum. Púsundir manna kjósa þann dag í því trausti, að atkvæði þeirra verði til þrifa fyrir land og lýð. Meiri hluti kjósenda þekkir ekki þá menn, sem bjóða sig fram að öðru en þvi, sem blöðin hafa lýst þeim síðustu mánuðina, annað hefir fjöldinn ekki að fara eftir. Þær lýsingar eru ekki til leið- beininga þegar til atkvæðagreiðslu kemur, því öllum mun nú ljóst, að þekking, al- vara og stilling eru hið fyrsta skilyrði til þess, að fulltrúar þjóðarinnar geti tekið þær ráðstafanir, sem miða til þrifa og þess, að við fáum að heita ríki fram- vegis. Reykjavík, 1. sept. 1923. Sveinbjörn Egilson. Synt yfir Ermarsnnd. Til skams tíma hafa það að eins ver- ið tveir menn, sem lokið hafa sundi yfir Ermarsund, milli Englands og Frakk- lands, en margir hafa þó reynt það og gefist upp. Það má því allmerkilegt heita, að í þessum mánuði hefir tveim mönnum lánast að leysa þessa miklu þraut. Sá fyrri svam frá Englandi til Frakk- lands (eins og fyrirrennarar hans höfðu gert) 6. ágúst á 26 stundum 50 min. Hann heitir H. Sullivan. Sá síðari er Argentininn Sebastian Tiraboschi, sem svam frá Frakklandi til Englands á að eins 16 stundum 33 mín., og er það heimsmet. — Nú eru enn fleiri að reyna. Þeir, sem synt hafa yfir Ermarsund: Capt. Webb, 24. ág. 1875, 21 st. 45 mín. Burgess, 6. sept. 1911, 22 st. 35 tnin. H. Sullivan, 6. ág. 1923, 26 st. 50 mín. S. Tiraboschi, 12. ág. 1923, 16 st. 33 minútum. Sjómannastofan i Vesturgötu 4 var opnuð 15. ágúst kl. 4 og verður fyrst um sinn opin daglega frá kl. 4—10 síðd. Eru allir siómenn, innlendir og erlendir, þangað velkomnir, og verða þar tækifæri fyrir þá að lesa blöð, skrifa bréf, fá sér kaffibolla o. s. frv. Umsjónarmaður sjómannastofunnar er Jóhannes Sigurðsson prentari. En í forstöðunefnd eru: Jón Helgason, biskup, formaður, Árui Jónsson kaupmaður, frá stjórn fríkirkjusafnaðarins, sr. Árni Sig- urðsson fríkirkjuprestur, sr. Bjarni Jóns- son dómkirkjuprestur, frú Guðríðar Þórð- ardóttir, frá stjórn K. F. U. K. Sigur- björn Á. Gíslason, frá sóknarnefnd dóm- kirkjunnar, og Sigurbjörn Þorkelsson kaupmaður, frá stjórn K. F. U. M. Hann er gjaldkeri nefndarinnar, og vinir þessa starfs eru vinsamlega beðnir að snúa sér til hans, þvi að kostnaður, búsáhöld, húsaleiga og kaup verður töluverl, og ekki er enn faríð að safna neinum gjöf- um í þá átt, enda langskemtilegast að þær kæmu smámsaman, án þess að nokkur þyrfti sérstaklega að biðja um þær. S. G. 8y«t úr Engey. Fyrir skömmu synti yfirlöglegluþjónn Erlingur Pálsson, úr Engey til lands og var 53 mínútur á leiðinni. Áður hefir Benedikt G. Waage synt sömu leið, en tók land á öðrum stað, og var nokkrum mínútum lengur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.