Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1923, Blaðsíða 19
ÆGIR 137 Tilhögun við fiskverkun. 1 erindi um fiskvinnu, er eg flutti á Fiskiþingi íslands 2. júlí 1917 og birtist í júlíhefti Ægis það ár, mintist eg nokk- uð á fiskverkunarhúsin, sérstaklega þvotta- húsin. Tillögum mínum um þau hefir ekki svo eg viti verið sint neitt enn þá, enda hentar það fyrirkomulag er eg stakk upp á (dreglar til flulnings innan húss) ekki annarstaðar en þar sem völ væri á ódýru hreyfiafli, og hins vegar kostuðu tækin nokkm t fé. — Eg hefi nú um hríð aftur hugsað nokkuð um fiskverkunar- húsin og þá sérstaklega haft fyrir augum þær veiðistöðvar, þar sem aflað er á hreyfilbáta og fiskurinn kemur óslægður í land, svo sem í Vestmanneyjum, Sand- gerði, Bolungarvík og viðar, og skal eg nú stuttlega gera grein fyrir þeirri til- högun á aðgerð fisksins og þvotti, er eg held að hagkvæmust yrði. Gerum þá ráð fyrir húsi, t. d. í Vest- manneyjum, er ætlað væri til aðgerðar, söltunar og þvottar á fiski úr einum 12 hreyfilbátum eins og þeir gerast þar (10— 12 rúmlestir), og að á hvern bát kæmi að meðaltali 36000 fiskjar, á alla 12 til sam- ans 432000. Séu róðrardagar á vertið 60, koma 7200 fiskar á dag til jafnaðar. Ger- um ráð fyrir að einn maður hausi til jafnaðar 5 fiska á mínútu hverri eða 2400 á 8 stunda vinnutíma, og þyrfti þá þrjá menn til að hausa allan fiskinn á þeim tíma. Á móti hverjum einum, er hausar, myndi þurfa einn til að slægja og tvo til að fletja, eða alls 12 manns til að hausa, slægja og fletja 7200 fiskjar á 8 klst. Á hverja klst. kæmu 900 fiskjar. Fiskurinn væri fluttur af bryggju inn í húsið á vagni (sporvagni eða bíl). Taki vagninn eina rúmlest og sé hver fiskur til jafnaðar 6 kg., komast 167 fiskar i hvern vagn, og þyrfti þá vagn að koma að 11. hverja minútu til að hafa við. Nú bærist auðvitað stundum meira eða minna að en meðalaflinn á dag, sem eg hefi gert ráð fyrir, og væri þá unnið leng- ur eða skemur en 8 stundir, eu með sama hætti. 1. mynd sýnir tilhögunina. Fiskþróin liggur meðfram annari langhlið hússins miðri og þar kemur vagninn að henni rneð hlið eða gafl. Fiskþróin er 495 cm. á lengd, 250 cnr. á breidd, 20 cm. á dýpt við vagnbrautina og 30 cm. á dýpt hinum megin. (Er gert ráð fyrir að sá halli nægði til að fiskurinn sigi að innri barminum fyrir þunga fiskjarins, sem úr vagninum kærni, en helst þyrfti þó að prófa þetta). Þróin er þá nimlega 3 m3. að rúmmáli. Hæð frá gólfi að efri brún 102 cm. Þró- in stendur á stólpum. Undir henni verð- ur um 9,4 m3 rúm og myndi mega nota um 5 m3 þess til að taka á móti hausum, jafnóðum og hausað væri. Séu 7200 fiskar um 43 rúmlestir, en hausar 21% af fiskþunganum, koma um 9 rúm- lestir hausa á dag, og sé rúmlest 1 m3, þyrfti að taka hausana undan þrónni tvisvar á dag. — Annars kynni sumstað- ar svo til að haga, að láta mætti haus- ana fara um rennu út úr húsinu eða niður urn gólfið jafnóðum 1 sérstaka þró, og væru þeir síðan fluttir þaðan. Þar sem brúnin á þrónni er 102 crn. há, þarf kassabotn vagnsins að vera svo sem 110 cm. yfir gólf (vanaleg hæð á flutningsbíl). Hlið eða gafl á vagnkass- anum þarf að vera á hjörum til að geta fallið ofaná brúnina á fiskþrónni, svo að fiskurinn geti runnið í hana úr vagninum. Sé fiskurinn fluttur örar að en svo að þró af þessari stærð taki við, verður annað- hvort að lengja þróna til beggja enda, með halla að miðkaflanum, svo að íiskurinu sigi þangað, eða láta þann fisk, sem ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.