Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 4

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 4
146 ÆGIR nákvæmur og pössunarsamur og sérstak- lega sparsamur. Honum Ieið illa þegar eitthvað fór öðruvisi en það átti að fara. Og eg þykist vita, að hann í sinum einka- málum hafi haft sömu góðu eiginleik- ana. Hann andaðist eítir fárra daga legu þ. 16. júlí 1922, 57 ára að aldri. Næstan tók dauðinn ísak Sigurðsson á Garðskaga, h. 15. des. 1922 eftir að hann hafði setið þar sem vitavörður í 19 ár. Hann var alt öðru vísi skapi far- inn heldur en Helgi, og verð eg að segja, að eg kyntist honum aldrei eins vel, enda þótt eg sæi hann oftar, bæði á Skaganum og hér. En vitann var hon- urn engu síður ant um; hann gerði sitt ýtrasta til þess að láta ljósið ætíð vera sem mest og skærast. Kvartaði eg við hann, að hann eyddi mikilli oliu eða fægiefni, var svarið hjá honum: eg get auðvitað látið loga minna á lampanum, eða: eg get fægt minna en áður. Hefði eg sagt honum að gera það, heíði honum vafalaust tekið það mjög sárt; mér er nær að halda, að hann hefði heldur kosið að leggja til úr eigin vasa það, sem hann þóttist þurfa i viðbót, heldur en að slaka nokkru til á Ijósmagninu. En til þess kom auðvitað aldrei. — Á seinni árum var heilsa hans farin að bila, sjúkdómur sá, er varð honum að bana, fór að gera vart við sig, og þegar hann loks gafst upp og lagðist á spítal- ann hér, var það of seint til þess að hann gæti fengið bata, enda var hann íarinn að eldast; hann varð 68 ára gamall. Sá þriðji, sem við mislum, var Pórður Pórðarson á Siglunesi, sem andaðist eftir langa legu og ruiklar þjáningar 5. marz þ. á., tæplega 54 ára gamall. Hann var að vissu leyti gamall i þjónustu vitanna, þar sem hann strax eftir aldamótin var til aðstoðar á Reykjanesi, og var settur vitavörður þar frá andláti Jóns heitins Gunnlaugssonar, 27. okt. 1902 til 1. ágúst 1903, er Jón Helgason frá Garðskaga fiuttist þangað. Sókti Þórður þá um Skagann á móti ísak, en fékk hann ekki. Á næstu árum vann hann ýmislegt, og lenti í verkamannahópnum, sem bygði Dalatanga- og Siglunesvitana sumarið 1908. Þegar Siglunesvitinn var fullgerður, sókti hann um og fékk vitavarðarstöð- una frá 1. ágúst s. á. og var þar síðan til dauðadags. Þórður heitinn var mikill dugnaðarmaður og sérstakleg trúr við starf sitt. Hann vann mikið, og hélt vel áfram við alt, sem hann fékst við. Hann keypti skömmu eftir komu sína part úr Siglunesi og eignaðist siðan smátt og smátt hálfa jörðina. Um eitt skeið átti hann sæti í hreppsnefndinni. Vitann stundaði hann með miklum á- huga og dugnaði; ætið var bezta regla hjá honum og honum var ant um að láta alt líta vel út hjá sér utan húss sem innan. Vitatækin, sem hann fékk til með- ferðar voru gamlir kunningjar hans frá Reykjanesi — þegar nýji vitinn var reist- ur þar 1907—1908, voru gömlu tækin flutt norður og hafa dugað síðan, enda þótt þau séu slitin og þar að auki úrelt og vandfarið með þau. En Þórður heit. fór afbragðs vel með þau i þau 14l/a ár, sem hann stundaði vitann. Reykjavík, í september 1923. Th. Krabbe. Conrad Holmboe, norskt rannsókna- skip, sem verið hefir norður í ishafi í sumar, og talið var að hefði farist, er nýlega komið fram á Isafirði. Komsl þangað briplekl og við illan leik.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.