Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 5
ÆGIfi Bolungavík um síðustu aldamót og nú. Á ferð minni um Vestfirði 1901 kom eg í fyrsta sinn til Bolungavíkur og dvaldi þar nokkura daga til þess að kynna mér þá fornfrægu veiðistöð. Sagði eg frá hinu helzta, sem eg fékk að vila um hana í rannsóknarskýrslu minni 1901. Nú í sumar kom eg aftur í »Víkina« (eins og hún er alm. nefnd við Djúpið, að sínu leyti eins og Grindavík er »Vik- in«, Eyrarbakki »Bakkinn«, Þorlákshöfn »Höfnin« og Selvogur »Vogurinn« i munni Árnesinga og Grindvíkinga) og dvaldi þar viku tíma við rannsóknir, sein ekki verður skýrt frekara frá hér, en eg ætla að segja litið eitt frá þvi, hvernig nú háttar um fiskiútgerð og annað, sem að henni lýtur til fróðleiks og samanburðar við það, sem var um aldamótin, því að breytingar hafa orðið miklar bæði á því og öðrum sviðum. Um aldamotin var Bolungavík mesta róðrarbáta-veiðistöð landsins; árið 1901 gengu þaðan 16 heimaskip og 30 inn- tökuskip á vorvertíðinni og stundum áð- ur 60 skip og þar yfir, flestalt sexæring- ar með 5—6 mönnum á, alls það ár um 300 manns og þar at 200 aðkomandi fólk, sem lá við í verbúðum. Hafa um það leyti verið um 700 manns í Víkinni, þegar hæst stóð á ári hverju. Þar sem nú hvert skip lagði alt að 20 lóðir á haustin og 40 á vorin, með 90 önglum (krækjum) á lóð, eða alls 1800 —3600 öngla í róðri, þá liafa verið lagðir alls (árið 1901) nál. 100 þús, önglar í sjó i róðri á Bolvíkingamiðum á haust- in, en yfir 200 þús. á vorin, beittir alls- konar beitu, mest kúfiski og síld. Kú- 147 fiskinn tengu þeir þá hingað og þangað við Djúpið, en síldina ýmist í lagnet heima fyrir eða úr lásum og ishúsum á ísafirði, þvi að íshús komst fyrst upp i Víkinni þetta sama ár. Um aldamótin voru Vestfirðingar farn- ir að kynnast steinolíu-gangvélinni (»mót- ornum«) í bátum hjá Dönum, sem um undanfarin ár höfðu stundað kolaveiðar þar á fjörðunum, og árið eftir að eg var á ferðinni, eða í október 1902, settu þeir Árni Gíslason (nú yfirfiskimatsmaður) og Nielsen verzlunarstjóri fyrstir allra hér á landi mótor í bát, sexæring, er þeir áttu í félagi, í þeiin tilgangi að láta hann ganga til fiskjar. Urðu brátt fleiri til þess að setja mótor í sexæringa sína og urðu Vestfirðingar þannig á undan öðrum í þessu sem fleiru, er til nýbreytni eða framfara má verða í fiskveiðum og sjó- sókn. Brátt reyndust þó opnir sexæring- ar ólullnægjandi mótorbátar, ofiitlir og illa varðir, og komu þvi smámsaman í þeirra stað stærri og yfirbygðir bátar, og nú eru þeir tíðum orðnir allstórir kútl- ai-ar, sem sækja á fjarlæg mið (Norður- land, Suðurnes), eins og kunnugt er. Það mátti nærri geta, að Bolvikingar mundu ekki lengi horfa rólegir á Isíirð- inga og Hnifsdælinga bruná fram hjá sér með vélarafli, án þess að reyna að verða með, en þeir stóðu miklu ver að vigi, vegna þess að ekkert skipalægi er á Bolungavík, örugt allan ársins tíma. Þar er allbrimasamt, eins og kunnugt er og landtaka eigi góð í stórgrýttri möl og því ekki líklegt að setja mætti hina þungu yfirbygðu mótorbáta á land á milli róðra, eins og gert við sexæringa. Bjóst eg því hálft um hálft við því, að Bolungavík mundi nú dragast aftur úr og míssa forustuna sem veiðistöð við Djúpið. En það fór öðruvísi: Hún hefir haldið með heiðri öndvegissæti sínu,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.