Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 7
Æ'GIR urinn er hin mikla beita, sem þarf á hinar mörgu lóðir. Enn þá er að vísu beitt ýmissi ljósabeitu og kúfiski, sem er mest sóttur til Önundaríjarðar, með því að hann er nú mjög uppurinn við Djúp- ið og í Jökulfjörðum (hann kostar nú l1/* eyrir stykkið), en aðalbeitan er nú síld, sem menn ýmist veiða sjálfir í rek- net (það þektist ekki um aldamótin), kaupa nýja af þeim sem veiða hana, eða frysta úr íshúsunum. En síldin er hér sem annarsstaðar afar dýr úr ishúsi og jafnvel ný úr sjónum, jafnvel þegar meira fæst af henni en menn geta tekið á móti (eíns og var í sumar, þegar eg var í Vík- inni), og svo er það regla vestra að fiskimenn verða að borga helmingi hærra verð fyrir nýja síld upp úr sjónum, en ishúsin, sem kaupa hana til frystingar; en óskiljanlegt er mér, hvernig í því ligg- ur; eg fæ ekki séð að það sé réttlátt, né sanngjarnt. Afkoma manna í Bolungavík er víst fremur erfið nú, eins og viðar í veiði- stöðvunum vestra, en samt fer þar æði mikið af fiskúrgangi til spillis, eins og víðar vill brenna við, þar sem mikill afli berst á land, enda þótt mikið sé hirt þar, t. d. mjög mikið þurkað af ágætum þorskhöfðum til manneldis, sem annar- staðar fara í sjóinn. En sökum þess, að eg mun minnast betur á þetta atriði í sérstakri grein, skal eg ekki fara fleiri orð- um það hér, og heldur snúa máli mínu að »lífsspursmáli« Bolvíkinga í aðstöðu þeirra við fiskveiðarnar. Boivíkingar hafa lengi staðið og standa enn meðal hinna fremstu í sjósókn og veiðiskap. Reir eiga ágæt fiskimið, en myrkrið og illviðrin á veturna, hafnleysi og ilt uppsátur hafa skapað þeim mikla erfiðleika. Eg hefi áður bent á einn aðal- erfiðleikann, sem! nú er: öryggisleysi mótorbátanna á velurna; úr því ætlnðu 149 þeir að bæta með brimbrjótnum. Hug- myndin var, að fá komið upp ölduhi jót eða varnargarði, sem gæti gefið mótor- bátaflotanum örugtlægi árið um kring, og yrði um leið bryggja fyrir bátana. Rað er langt siðan að byrjað var á honum, en allir vita, hve slysalega hefir tekist með hann. Eg ætla alls ekki að rekja sögu hans hér, né segja neitt um það, hver eða hverir eiga sökina á þvi, að hann hefir margbilað og er ekki orðinn lengri enn, en um 80 m., og af þeim hér um bil helmingur á þurru um fjöru, svo að hann er ekki meira en góð bryggja fyr- ir fáeina báta, og því síður að hann hlífi lendingunum (vörunum) nokkuð verulega. Það er víst, að hér hafa orðið einhver stór mistök, þvi ekki er þó stað- urinn svo fyrir opnu hafi, né brim svo mikil, að ekki hefði mátt fá meira en það sem komið er fyrir þær 170 þús. kr., sem sagt er að komnar séu i hann, ef vel hefði tekist. En hvað sem því líður, þá er hann þó farinn að gera nokkurt gagn, og gagnið verður því meira, sem hann verður lengri. Pess vegna verður hann að koma í fullri lengd, sem fyrst. Þó að ekki bættust við nema 10 m. (sem mér var sagt að myndu kosta um 10,000 kr). á ári, og fengju að standa, þá yrði hann orðinn 50 m. lengri eftir 5 ár og það munaði mikið um það. En á brimbrjótn- um vellur framtíð þessarar stóru og afla- sælu verstöðu, sem nú telur um 1000 i- búa (öll sveitin), og getur rúmað miklu fleiri »á sjó og landi«, ef svo mætti að orði komast. Sagt var mér að útl. verkfræðingur, sem nýlega var við »Brjótinn« riðinn, hefði bent á, að grafa mætti höfn inn í land- ið, kippkorn fyrir innan garðinn, inn i gamla lænu, sem nefnist Drimla. Það má vel vera, að það verði heillaráð — ein-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.