Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 12
154 ÆGIR um línu. Hana fengu þeir ekki en í hennar stað heltu þeir yíir þá vatni. Tókst þó bátsmönnum að festa sig við skipið með haka. En þá tóku þeir að berja bátsmenn með lásum og öðru járnverki. — Röðuðu skipverjar sér nú á borðstokkinn og vörnuðu stýrimanni uppgöngu og höfðu nú sett á fulla ferð. í þessum svifum fékk stýrimaður högg mikið á höfuðið, svo að hann hneig nið- ur í bátinn. Var þá ekki annars úrkosta íyrir bátsmenn en að sleppa af skipinu, með því lika að það beygði þannig eins og það væri að gera tilraun til að koma bátnum undir vírana, og hefði þá auð- vitað verið úti um hann. Nafni og nú- meri skipsins náðu þeir þó. Er númerið 358. Togarinn er frá Grimsby og heitir »Our AIf«. Þetta atvik sýnir, hve nauðsynlegt það er, að strandvarnarskipin séu vopnuð. Þétta sumar hefir landssjóður tapað minsta kosti 40 þús. kr. eingöngu vegna vopnleysis ‘Þórs,. Þeir þrír togarar, sem við mistum vegna þess, að við ekki vor- um vopnaðir, hefðu allir verið sektaðir um 10 þúsund krónur hver, og svo minsta kosti 10 þús. kr. í veiðarfærum. Þar að auki misti »Kakali« einn togara sönnileiðis vegna vopnleysis. Porskveiðar yið Spiisbergen Enn eru nokkrir menn á lífi, scm voru við þorskveiðar við Spitsbergen, er þær byrjuðu þar fyrsl, eða einhverntima á timabili því, er þær voru stundaðar, frá byrjunarárinu 1874, þangað til liskilaust varð 1882. Síðustu daga júlímánaðar 1873, voru lógð 2.3 þorskanet nálægt landi á 0—8 faðrna dýpi i »Read Bay« á norðvestur- strönd Spitsbergen. Net þessi lögðu menn frá skipi, er stundaði hvitfisksveiðar og ætluðu þeir að reyna að veiða lax í net- in til sælgætis. Þau voru látin liggja í 2 sólarhringa án þess, að vitjað væri um þau, en er að þeim var gáð, voru þau full af þorski. Sama ár urðu menn á hákarlaskipi varir við torfur af þorski nærri landi, fyrir sunnan »Green Har- bour« í ísfirðinum. Hvorugt þessara skipa var útbúið til þorskveiða, höfðu hvorki salt né veiðarfæri hentug til að ná i þorskinn, svo ekki gátu þau fært sér þetta í nyt það ár, en fréttirnar sögðu skip- verjar er til Noregs kom og árið eftir 1874 voru þrjú skip gerð út frá Tromsö, að- allega til þorskveiða. Þau flultu heim 37,500 þorska. Þannig byrjuðu þorsk- veiðar við Spitsbergen. Hinn besti veiðitími er frá byrjun júlí- mánaðar til miðs ágústmánaðar. Svæði það, sem þorskvart varð á, er um 35 sjómílur, frá »Read Bay« að norðan suð- ur að Bellsundi. Ekki veiddist þó á öllu svæðinu, heldur hingað og þangað á þvi. Bestu fiskislóðir voru í ísfirðinum. Fiskurinn var veiddur á handfæri, önnur veiðarfæri ekki höfð. Skipin frá Norður-Noreg voru norskar »jagtir« og höfðu þær með sér 2—3 róðrarbáta. — Menn völdu sér fiskislóð, lögðust þar fyrir akkeri og reri frá skipinu. Þau skipin, sem höfðu 2 báta, létu 3 menn vera í hvorum bát, en frá þeim sem höfðu 3 báta voru 2 á bát hverjum, því skipverjar voru að eins 6—7. Sldp þau, er slunduðu veiðar frá suð- urhluta Noi egs voru stærri, »skonnortur« og jafnvel »briggskip«. Höfðu þau mai'ga fiskimenn og 5—6 báta. Eitt sumar kom stórt »barkskip« frá Dundee á Skotlandi en því gekk illa og kom ekki aftur. Engir aðrir en Norð- rnenn hafa stundað þorskveiðar við Spits-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.