Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 15
ÆGIR 157 á fiskiskipi, sem er stærra en 60 rúmlestir, eða verið skipstjóri (for- maður) á skipi yfir 20 rúmlestir, og af þeim tima minst 12 mánuði stýri- maður á gufuskipi, ef um gufuskip er að ræða; c. er fullveðja; d. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svívirðilegt er að almenningsáliti; e. sannar, að sjón hans sé svo full- komin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn. 11. gr. Rétt til að vera stýrimaður á islenzku fiskiskipi í innan- og utanlands- siglingum og stýrimaður á islenzku verzl- unarskipi i innanlandssiglingum eigi yfir 300 rúmlesta að stærð, hefir sá einn, sem fengið hefir stýrimannsskírteini á fiskiskipi. 12. gr. Sá einn getur öðlast stýrimanns- skirteini á fiskiskipi, er; a. hefir staðist fiskimannapróf eða far- mannapróf við stýrimannaskólann í Reykjavík; b. hefir verið háseti minst 36 mánuði eftir 16 ára aldur, og af þeim tíma annaðhvort 18 mánuði háseti á fiski- skipi stærra en 60 rúmlestir eða 12 mánuði skipstjóri á skipi stærra en 20 rúmlestir og 6 mánuði háseti á fiskiskipi stærra en 60 rúmlestir; c. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, sem svívirðilegt er að almenningsáliti; d. sannar, að sjón hans sé svo fullkom- in, sem nauðsynlegt er fyrir stýri- menn; IV. KAFLI. Um rétt til skipstjórnar og stýrimensku á verzlunarskipum yfir 300 rúmlesta, í utanlandssiglingum. 13. gr. Rétt til að vera skipstjóri í ut- anlandssiglingum á íslenzku verzlunar- skipi og skipstjóri í innanlandssiglingum á íslenzku verzlunarskipi, sem er stærra en 300 rúmlesta, hefir sá einn, sem feng- ið hefir skipstjóraskirteini i utanlands- siglingum. Sé um gufuskip að ræða, hefir sá einn réttinn, sem fengið hefir einnig skírteini það, er um getur í 15. grein. 14. gr. Sá einn getur öðlast skipstjóra- skirteini í utanlandssiglingum, er: a. er fullveðja: b. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svívirðilegt er að almenningsáliti; c. sannar, að sjón hans sé svo fullkom- in, sem nauðsynlegt er fyrir stýri- menn; d. hefir staðist hið almenna stýrimanns- próf við stýrimannaskólann í Reykja- vík; e. hefir verið stýrimaður eigi skemur en 24 mánuði á verzlunarskipi i ut- anlandssiglingum, og af þeim tíma eigi skemur en 12 mánuði yfirstýri- maður, eða einn stýrimaður á verzl- unarskipi í utanlandssiglingum, eða hefir verið 12 mánuði skipstjóri á fiskiveiðaskipi í utan- og innanlands- siglingum og 12 mánuði sýrimaður á verzlunarskipi í utanlandssigling- um. 15. gr. Sá, er öðlast hefir skipstjóra- eða stýrimannsskírteini í utanlandssigl- ingum, og auk þess sannar með vottorði, að hann hafi staðist próf i gufuvélafræði fyrir skipstjóra og stýrimenn við stýri- mannaskólann í Reykjavík, á kost á að fá viðaukaskírteini þessu til sönnunar hjá stjórnarráði íslands. 16. gr. Rétt til að vera stýrimaður í utanlandssiglingum á íslenzku verzlunar- skipi, eða í innanlandssiglinum á íslenzku verzlunurskipi, sem er stærra en 300 rúmlesta, hefir sá einn, sem fengið hefir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.