Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 17
ÆGIR 159 er að almenningsáliti, og hefir hann þá fyrirgert skírteini sínu. 22. gr. Skilyrði fyrir þvi, að mega vera skipstjóri eða stýrimaður á fiskiskipi i innanlandssiglingum, eða formaður á vélbát, ná þó eigi til þeirra, er stundað hafa þessa atvinnu, án stýrimannsprófs, að því er skipstjóra og stýrimenn snert- ir, eða vottorðs, að því er snertir véla- bátaíormenn, áður en lög þessi öðlust gildi. Þó skulu skipstjórar og stýrimenn sanna, að sjón þeirra sé svo fullkomin, sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn. Lög þessi ná eigi til þeirra, sem feng- ið hafa skipstjóra- eða stýrimannsskír- teini í utanlandssiglingum; heldur eigi til þeirra, sem fengið hafa skipstjóra- eða stýrimanns-skírteini á íiskiskipi áður en lög þessi öðíast gildi. 23. gr. í'eir, sem próf hafa tekið sam- samkvæmt 2. gr. laga nr. 50, 10. nóv. 1905, eða samkv. 4. gr. laga nr. 42, 3. nóv. 1915, eiga kost á að fá skipstjóraskírteini fyrir smáskip eftir lögum þessum, ef þeir fullnægja liðunum c.—e. i 4. gr. og leggja fram vottorð um, að þeir hafi verið skip- stjórar minst 1 ár á 12—30 rúmlesta skipi og farist skipstjórn vel úr hendi að öllu leyti, og skulu vottorðsgefendur inælast til þess, að hið umbeðna skírteini verði veitt. Skal vottorð þetta gefið af útgerð- nianni (eiganda) skips þess eða skipa þeirra, sem skipstjórinn hefir stjórnað. Nú fær skipstjórinn eigi ótvíræð með- mæli, og skal þá skírteínið eigí veitt. Heldur skipstjórinn þá sömu réttindum °g hann áður hafði, en rétt hefir hann þú til að fá stýrimannsskýrteini sam- kvæmt 6. gr. í lögum þessum, enda fullnægí hann b- og e-liðnum i þeirri grein. 24. gr. Hvarvetna í lögum þessum, þar sem talað er um stærð skipa, er átt við brúttóstærð. Orðið skip á jafnt við gufu- skip og seglskip, nema annað sé tekið fram. 25. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum alt að 200 kr.; sé brotið ítrekað, geta sektirnar hækkað alt að 400 kr. Sektirnar renna i landssjóð. Brot þessi sæta opinberri rannsókn og skal farið með málin sem almenn lög- reglumál. 26. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1923. Lög um atvinnu við vélgæzlu á íslenzk- um mótorskipum 20. júní 1923. 1. gr. Þeim einum er heimilt að stunda vélgæzlu á íslenzkum mótorskipum, er fullnægja ákvæðum þessara laga. 2. gr. Sá hefir rétt til að stunda vél- gæzlu á mótorskipum með minni vél en 12 hestafla, er sýnt getur skrásetniugar- stjóra vottorð frá tveim vélgæzlumönn- um, er skírteini hat'a frá mótorskólanum í Reykjavík, sem stofnaður var með lög- um nr. 13, 18. nóv. 1920, eða námsskeiði Fiskifélags Islands, um að hann sé fær um að gegna starfmu. 3. gr. Sá hefir rétt til að stunda vél- gæzlu á mótorskipum með 12 til 50 hestafla vél, er sannað getur, að hann hafi staðist próf við mótorskólann í Reykjavík eða námsskeið Fiskifélags Is- lands. 4. gr. Sá hefir rétt til að stunda vél- gæzlu á mótorskipum með 50—150 hest- afla vél, er staðist hefir fullnaðarpróf við mótorskólann i Reykjavik, og auk þess verið að minsta kosti 6 mánuði vélgæzlu- maður samkvæmt 3. grein. Sbr. þó 7. gr. þessara laga.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.