Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 19

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 19
ÆGflR 161 bringusýslu nú hefir samkvæmt lögum nr. 86, 14. nóv. 1917 um fiskiveiðasam- þyktir og lendingasjóði, til þess að gera samþyktir, að svo miklu leyti sem slík samþykt gæti komið í bága við framan- greint bann við notkun dragnóta. 4. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum frá 500 til 15000 kr. og skal með mál út af þeim f'arið sem almenn lög- reglumál. 5. gr. Reglugerð þessi gengur i gildi 1. október 1923. Þetta birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 11. júlí 1923. 141. Jénsson. Vigfús Einarsson. (Lögbirtingubl. ”/9 ’23). Umbrot á mararbotni. Árið 1899 lagði »Eastern Telegraph«- félagið sæsima milli Cape Town á suð- urodda Afríku til eyjarinnar Sl. Helena í Atlantshafi. Dýpið, þar sem sæsímiun var lagður, er mikið og sumstaðar er afardjúpt. — Eins og siður er, þegar sími er lagður eftir sjávarbotni, var lína merkt á sæ- símakortinu frá Cape Town til St. Hel- ena, eins og sími þessi lá og auk þess dýptarmælingar á svæðinu, sem farið var eftir, og eru þær mælingar hafðar eins þjettar og unt er. Sími þessi, sem legið hefir á marar- botni í 24 ár, slitnaði í sumar, og var skip þegar sent til þess að gera við hann. 800sjómílur frá Góðrarvonarhöfða, slæddi það upp annan endann og áttu þar, eftir sírnakortinu að vera 3 sjómílur í botn, eða 5556 metrar, en það reyndist að eins aU úr sjómílu, eða með öðrum orðum, botn Atlantshafsins hafði þarna hækkað um 2l/t sjómilu, eða 4167 metra, enþað verða um 12500 fet. (Öræfajökull er 2119 metra hár). Menn telja það víst, að bunga þessi sé nýlega til komin. Hve víðáttumikil hún er, vita menn ekki. Al' þeirri sér- stöku ástæðu, að sæsíini slitnar og dýpið var mælt og merkt er hann var lagður, og það aftur slikað, þegar brotið þarf að laga, íær heimurinn fréttir um stórkost- legan náttúruviðburð á mararbotni. — Víðar geta umbrot hafa orðið, en óviða verður auðið að sanna þau, þar sem dýptarmælingar hinna miklu úthala eru hverfandi hjá hinu viðáttumikla flæmi, sem ómælt er. Að visu er verið að sýna myndir og kort yfir botn Atlantshafsins frá Norður- ur-Ameríku til Evrópu, en myndirnar eru ágizkan ein. Úthöfin munu framvegis geyma leyndardóma sína eins og þau hingað til hafa gert. Við mennirnir erum að rannsaka hitt og annað og skýrslur sjást jafnvel um ástand á fjarlægum hnöttum, en okkur vantar svo ótrúlega mikið til þess að þekkja okkar eigin jörð. Mennirnir eru komnir langt á veg með að hagnýta sér það, sem náttúran leggur upp í hendur þeirra, en margt af því sem jörðin geymir ísér mun aldrei koma í ljós. Við eigum að halda okkur við jörðina, þvi starfsviðið er þar. Enginn kafari, í hversu góðum búningi sem er, lifir á 100 faðma dýpi og vinnubrögð yrðu lítil í 40 þúsund feta hæð. Upp á hæsta fjalltind jarðarinnar, Gaurisankar (Mont Everest) hefir enginn komist enn, þrátt fyrir tilraunir, studdar af vísind- um. Samt heyrum við talað um ferð til tuuglsins á loftfari; sú vegalengd er 385

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.