Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 4

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 4
166 ÆGIR forir), til áburðar á túnin, hausar allir hirtir til manneldis eða skepnufóðurs, hryggir (dálkar) barðir eða helt á þá sjóðandi vatni handa skepnum, eða þurk- aðir til eldneytis; sömuleiðis var raski af skötu og hrognkelsum brent, eftir að það hafði legið rignt og þornað sem á- burður á túnunum. Ressu vandist eg og jafnaldrar mínir, og enn munu Grindvíkingar vera með fremstu veiðistöðum í þessu tilliti (þrátt fyrir sæmilega afkomu), en það mun nú líklega sumum ekki þykja neitt til þess að raupa af, og má vera, að þetta hafi fremur verið sprottið af brýnni nauðsyn, en at dygð fyrir sveitungum minum, því að margt er oss betur gefið íslendingum, en praktisk nýtni og sparsemi, ef nauð- syn ber ekki til, og í því tilliti eiga Grind- víkíngar líklega sammerk við aðra Is- lendinga. Marka eg þetta nokkuð af leik einum, sem við smástrákar skemtum okkur við, o: að hafa dauðar, hvítfágað- aðar beitukongs-skeljar, sem svo mikið er af við sjóinn hjá Járngerðarstöðum, fyrir fiska, og veiða þær ofan af veggj- um, á seglgarnsspotta, með öngli neðan í, sem gat, með lagi, krækst í kuðung- ana. Peir voru »fiskurinn« (o: þorskur- inn), en auk þess höfðum vér smákuð- unga (nákong og doppur) fyrir trosfisk og öðuskeljar tyrir lúðu. Þessum »rusl- fiski« þótti oss lítill slægur i, fleygðum honum bara í »sjóinn« aftur, vildum ekki annað en »púra þorsk«. Sennilega höfum vér strákar fengið þessa lítilsvirð- ingu fyrir trosinu af því, að fiskimenn- irnir sjálfir töldu vanalega ekki annað en þorskinn, hitt var ekki reiknað með, »fiskinum« (sbr. 20 í hlut af íiski og 5 í hlut af keilu). Þegar eg fór að fara rannsóknarferðir mínar í ýmsar veiðistöður, varð eg brátt þess var, að óvíða var eins vel hirtur allur fiskúrgangur, eins og eg hafði van- ist heima, en viða miklu ver, og sum- staðar, einkum í hinum stærri veiðistöð- um, þar sem mikið barst að af fiski, mjög illa. Þótti mér þetta ávalt mjög leitt að sjá, og reyndi bæði í viðræðum við menn og i skýrslum mínum að benda á, að þetta væri í raun og veru menningarskortur, og að reglan ætti að vera sú, að ekkert mætti aftur í sjó- inn fara af þvi, sem úr honum fengist, því að a 11 mætti það verða að einhverju gagni1 2 3 * * *). Að visu hefi eg sumstaðar séð mikið eða flest hirt af fiskúrgangi, eins og t. d. á sumum stórbýlunum á Austfjörðum, þar sem úrgangurinn hefir verið hafður til áburðar á túnin, otan á eða undir þökur og viða voru þorskhausar hirtir og hertir og eru enn, eins og á Vestfjörð- um, einkum í Bolungavík, og víða syðra*). En hvergi hefi eg séð alt þess konar betur hirt almenl (o: af öllum), en víða syðra og á ýmsum minni veiðistöðvun- um nyrða, t. d. i Húsavík, þegar eg var þar 1913. Héngu þá allar girðingar full- ar af skrápflúru, og hausum til mann- eldis eða ýmsu raski til eldneytis. I Bol- ungavík og Hnifsdal, þar sem annars er hirt mikið af þorskhausum og steinbít, hefi eg séð mikið af þorskhausum og öðr- um hausum, jafnvel mikið af smálúðu- hryggjum (spildingum), með höfði og beltum við (hreinasta sælgæti til matar), fara í sjóinn aftur8), sömuleiðis slangur 1) Undantekning er aö sjálísögðu niðurburð- ur á miðum, ef hann getur orðið til pess að hæna að fisk. 2) En pað er verst, að sveitamenn syðra vilja nú ekki lengur kaupa hausana, þykja peir of dýrír heim fluttir. 3) Sumarið 1915 sá eg þetta í Hnífsdal, sam- timis þvi, að soðningarlaust var á ísafirði, í bezta veðri, og þó reyndi enginn að róa þang- að út á skektu og hirða það sem kastað var.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.