Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 9
ÆGIR 171 burðinn, sem úr þessu getur orðið, ef ekki er auðið að hafa alt ætilegt til fæðu handa mönnum eða skepnum. Þar sem og þegar lítið berst að af úr- gangi, ætti að mega komast af með þann mannafla, sem vinnur að aðgerð fisksins, til þess að koma raskinu fyrir, eftir því sem við það á að gera, hengja eða breiða til þerris það sem þurka á, salta það sem salta á, bera slorið i gryfjur o. s. frv., en væri um nokkuð meira að ræða, mundu unglingar og aðrir liðléttingar geta hjálpað til að koma hverju á sinn stað. Meðan skólatíminn stendur yfir á haustin og veturna, er ekki að búast við miklu af þeim unglingum, sem skólasækja, en á sumrin er það annað mál, þávirð- ist það ekki nema sjálfsagt, og ofboð hæfilegt verk fyrir krakka, að vinna að slíku, undir umsjón eldra fólks. Þau hafa ekki öll svo mikið að gera blessuð börn- in, þann tima ársins, þau sem annars eru heima; þau hefðu ekki nema gott af því, að ganga að svona verkum — og vel væri ef kennarar þeirra vildu hvetja þau til þess. — Eg og mínir æskufélagar máttu gera þetta og meira, jafnvel greiða lóðir og beita, skera úr skel og tina hana i fjörunum, þegar aðrir höfðu ekki fíma til þess, og höfðum bara golt af. Þar sem mjög mikið berst að og stöð- ugt, þá veitir ekki af sérstökum mönn- um til þess að vinna að þessu (ef vélar gera það ekki) og það ætti að geta borg- að sig, ef vel væri á haldið. I stórum veiðistöðum gæti jafnvel hið opinbera o: bæjar- eða sveitarstjórnin, tekið að sér að láta hirða allan úrgang, með því t. d. að safna honum i hæfilegar gryfjur og selja hann svo út til áburðar á vorin, þeim sem hans þyrftu við. En sízt ættu bæjarfélögin að gera mönnum erfiðara fyrir eða jafnvel banna alveg að hagnýta sér aflann, eins og á ísafirði, þar sem bannað er að hengja upp fisk til þerris á utanverðum Tanganum, þar sem annars er leyft að kasta öllu skarni í fjöruna. Bæir og þorp, sem Iifa mest á fiskveið- um og fiskverkun, v e r ð a að þola fisk- lyktina líka. Þá er síðari spurningin, hvað á að gera við hinn mikla áburð, sem orðið getur um að ræða, og þá kem eg að hinu stórmerka atriði, sem augu manna virð- ast nú loks vera að opnast fyrir (sbr. tillögur Magnúsar Gíslasonar, sýslumanns, og greinar Grímólfs ólafssonar í Vísi og Héðins Valdimarssonar i Alþýðubl. í sumar), því nfl., að bráða nauðsyn beri til þess að gefa þurrabúðarmönnum í sjóþorpunum o: fiskiverunum eða veiði- stöðunum, þar sem fólk hefir safnast saman til fastrar búsetu, kost á því að fá sér jarðarskika til ræktunar. Það er ekki mitt að finna ráðin til þess, en þegar það er komið í kring og menn teknir til að rækta landið, þá þarf áburð- arins með, og um það skal eg fara nokk- urum orðum. Eltt af aðalatriðunnm í allri ræktun er áburðurinn og einmitt mundi jarð- ræktin kringum sjóþorpin fá mikinn stuðning i því, að þar má fá mikinn og afarveigamikinn áburð úr ofan töldu sjó- fangi. Það er ágætur áburður á tún, það þekki eg úr átthögum mínum og viðar frá. Þar sem nú þurrabúðarmennirnir i flestum sjóþorpum eru eÍDmitt tíðast fiskimenn, þá mundu þeir varla láta annað eins dýrmæti og úrgangur aflans er, fara forgörðum, ef þeir ættu túnblett eða matjurtagarð eða helzt hvorttveggja. sem þyrfti áburðar með. Hve mikils virði það væri fyrir fxskimannsheimili að eiga matjurtagarð, nægilegan handa heimilinu og túnblett, sem fi’am gæti fleytt einni kú, eða þótt ekki væri nema nokkurum ám eða geitum, þarf ekki að fara að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.