Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1923, Blaðsíða 15
ÆGIR 177 Fjórðungsþing í Sunnlendingafjórðungi. Árið 1923 hinn 10. dag nóvembermán- aðar var fjórðungsþing Fiskifélags ís- lands fyrir Sunnlendingafjórðung sett og hatdið á skrifstofu Fiskifélagsins í Reykja- vik. Ágúst Jónsson forseti setti þingið og tilnefndi Stefán Sigurfinnsson til þess að vera ritara. Mættir voru auk þeirra: Fyrir Keflavík: Árni Geir Þóroddsson. Fyrir Eyrarbakka: Guðmundur ísleifs- son og Sigurjón Jónsson. Fyrir Akranes: Sveinbjörn Oddsson og ólafur Magnússon. Fyrir Gerðahrepp: Friðrik J. Rafnar og Gisli Sighvatsson. Fyrir Stokkseyri: Sigurður Heiðdal. Auk þeirra, sem taldir hafa verið voru einnig mættir á þinginu: Forseti Fiskí- félags íslands Jón E. Bergsveinsson og Bjarni Sæmundsson íiskifræðingur. Regar hér var komið kom fram tillaga um að fresta fundi og var samþykt að fresta honum til kl. 3 síðd. Allir fundarmenn lögðu fram kjörbréf hver frá sinni deild. Lagði síðan íorseti fram dagskrá er var svo hljóðandi: 1. Fjárhagsmál. 2. Landhelgismál. 3. Tollmál. 4. Fiskmarkaðir. 5. Fræðslu- og vakningamál. 6. Veiðistöðva tvíritunarbækur, afla- skýrslur. 7. Landhelgis- og Fiskiveiðasjóðir. 8. Steinolíumálið. 9. Atvinnumál. 10. Lögskráningar-leppmenska. 11. óviss mál. 1. Fjármál. Eftir nokkrar umræður var samþykt að leggja málið i nefnd, sem undirbyggi það undir Fiskiþing- ið. Þessir hlutu kosningu: Friðrik J. Rafnar, ólafur Magnússon, Stefán Sigurfinnsson. 2. Landhelgismál. Svo hljóðindi tillaga samþykt: A. Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélags íslands, að beita sér fyrir að landhelgin innan Faxa- flóa verði framvegis varin dag- lega alt árið. B. Að beita sér fyrir því, að hegn- ingarákvæðum fyrir brot á land- helgislögunum verði breytt þann- ig, að auk sektarinnar hljóti skip- stjórinn réttindamissi til skip- stjórnar þegar við fyrsta brot. 3. Tollmál. Visað til fjárhagsnefndar. 4. Fiskmarkaðir. Fjórðungsþingið treyst- ir Fiskifélagsstjórninni til að vinna að, að koma fisksölunni í sem trygg- asta og sem haganlegast form fyrir framleiðendur, og gefa sem oftast upplýsingar til fiskideildanna um það, sem til gagns má verða fisk- framleiðslunni. Samþykt með öllum atkvæðum. 5. Frœðslu- og vakningamál. Samþykt svo hljóðandi: Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiskifélags Islands, að hún leggi fyrir Fiskiþingið áskorun um, að það af- greiði fjárbeiðni til Alþingis til fyr- irlestrarstarfsemi áhrærandi sjávar- búnaðarmálum og leiðbeiningar i ýmsum greinum við sjávarstörf, auk annars vekjandi fróðleiks. 6. Veiðisiöðva tvírilunarbœkur, afla- skýrslur. Fjórðungsþingið skírskolar til samþyktar á þessu máli frá fyrri fjórðungsþingum og itrekar þær kröftuglega.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.