Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 6
184 ÆGIR með sköttum svo sem gert hefir verið nú í seinni tíð og fyrir því dugir ekki að loka augunum. Það er álitið að allur fiskaílinn hafl orðið um 190,000 skippund af allskonar verkuðum fiski árið 1922, eða sem næst 76 million kg. af nýjum flöttum fiski. Hæsta verð á blautum fiski sem ætlaður var til útflutnings mun hafa verið um 30 aurar kg. miðað við flatlan þorsk. Smáfiskur, upsi, ýsa, keila og langa eru eins og menn vita töluvert verð minni, svo ekki mun langt frá vegi að áætla meðalverð á allskonar blautum fiski upp til hópa 25 aura kg. Yerðmæti alls fisk- aflans hefir samkvæmt því orðið um 19 milliónir króna 1922. Auk þess er síld- araflinn, sem eftir því sem næst verður komist hefir verið um 2,4 millión króna virði. ísfiskur af togurum var seldur á árinu fyrir um 2,3 milliónir króna. Sé áætlað að lifur, hrogn, sundmagi og aðrar sjávarafurðir geri samtals 1,3 mill- iónir króna; verður öll fiskframleiðsla landsíns um 25 milliónir króna virði, miðað við aflann upp úr sjónum. Það eru þessar 25 milliónir sem verða að bera aðalþungann af öllum opinberum gjöldum landsmanna. Það má geta þess, að sjáfaraflinn er ekki allur eign landsmanna. T. d. mun rúmlega helmingur af þeim 58 þúsund máltunnum síldar sem áætlað er að síldarolíuverksmiðjurnar hafi keypt á árinu 1922, verið veidd af erlendum skipum, og sennilegt er, að 50-60 þús- und síldarstrokkar af síld þeirri sem söltuð var og krydduð, hafi verið veidd á útlend skip og því eign útlendinga. Vitanlega bera hinir erlendu menn sem þennan afla, eiga beinu skattana, sem á þessari framleiðslu hvíla og hafa á þann hátt tekið þátt í opinberru skattgreiðslu hér. Samkvæmt upplýsingum 'sem fengist hafa um útgjöld ríkissjóðsins á árinu 1922, hafa þau numið sem næst 12,2 milliónum króna. Fyrír skömmu mint- ist borgarstjórinn í Reykjavík á opinber gjöld bæjarins í einp blaðinu og taldi þau vera um 1,5 million kr. Verða þetta samtals kr. 13,7 milliónir. Ef gert er ráð fyrir að opinber gjöld í hinum kaupstöðum landsins og sjávarþorpum, að frádregnum sköttum og gjöldum í ríkissjóð, séu 1,3 milliónir; verða opin- beru gjöldin um 15 milljónir á öllu landinu árið 1922. Með því að salta fiskínn og verka hann verður hann að sjálfsögðu verð- mætari, eða réttara sagt með þvi móti getum við komið honum í peninga. En jafnvel þó verðmæti allrar útfluttu vör- unnar hafi verið 45 milliónir 1922, eru opinberu gjöldin engu að síður komin upp í 33°/o af verðmæti útfluttu varanna. en það er liklega um 23°/o fram yfir það sem atvinnuvegirnir þola. Árið 1921 — þegar útflutningsgjaldið af síldinni var kr. 3,00 af hverri tunnu, en verðmæti nýju sildarinnar ekki nema 10 kr. var hægt að staðfesta mörg dæmi lík því sem nú skal greina: Maður hér í Reykjavík gerði út mótorskip til síld- veiða frá Siglufirði sumarið 1921. Rátur- inn aflaði 3200 tunnur sildar, eða fyrir 32 þúsund krónur. í útflutningsgjald af þeirri síld voru greiddar 9600 kr. og út- svar á Siglufirði varð viðkomandí út- gerðarmaður að greiða 700 kr. eftir sjálfs hans sögn; það eru kr. 10,300,00, eða sem næst þríðjungur af verðmæti alls aflans sem skipið fékk. Nú lítur út fyrir að skattarnir séu orðnir fullur þriðjung- ur af verðmæti allrar útfluttrar vöru úr landinu. Hvernig sem á þessi mál er litið, hljóta allir að verða sammála um það, að af-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.