Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 7
ÆGIR 185 leiðing svo gífurlegrar skattabirgði, sem nú hvílir á fiskveiðunum, hlýtur að verða þeim til eyðileggingar ef ekki er aflétt hið bráðasta. Menn geta lagt höfuð sín í bleyti til þess að finna leiðir til þess að komast úr fjárhagsörðugleikunum, sem nú ríkja hér, en tæplega verða aðrar leiðir fundnar en þær að spara sem mest öll opinber gjöld og auka fiskframleiðsl- una. Hvorttveggja er vel mögulegt; en það er verkefni næsta Alþingis öðrum fremur að finna hvernig á að fara að því. Jón E. Bergsveinsson. Aihngasemd: í framanskráðu yfirliti er verðmæti afla ýmsra helztu þjóða, er reka fisk- veiðar getið. En i yfirliti þessu er Island ekki nefnt á nafn, að öllum líkindum þykir afli þess svo rýr. Mönnum mun þykja það nýjar fréttir að Spánverjar afli úr sjó fimtán sinnum meira en íslendingar, en þess verður að gæta, að i samanburði við mannfjölda, er afli íslendinga meiri en landa þeirra, sem talin eru upp. Spánverjar afla úr sjó fyrir 15 miljónir sterlingspunda og eru um 40 millijónir manna. íslending- ar eru alls um 90—100 þúsundir og afla úr sjó fyrir eina miljón sterlingspunda og hve margir af þeim fjölda stunda veiðar? Vegna skýrsluvöntunar er það eitt af mörgu, sem hér er hulinn leynd- ardómur, sem þrátt fyrir tilraunir er ekki hægt að komast að. Það mætti helzt komast að því með þessu dæmi. Sé afli Færeyinga 7« af afla Islendinga og þurfi 2500 fiskimenn til að ná afla þeirra, þá ætti að þurfa 10 þúsund Islendinga til þess að veiða og færa á land afla hér. Það er V« partur af þjóðinni allri, en mun of hátt reiknað. Þegar við gætum þess, að allir íbúar hins íslenzka rikis eru að eins V« af íbúa- tölu borgarinnar Kaupmannah., sem flestir íslendingar hafaheyrt getið og fjöldi manna komið til, og V* hluti þessarar litlu þjóðar færir fisk á land sem er 25—30 miljónir króna virði, þá er ekki slaklega að verið, en óskiljanlegt er það, að þjóð, sem að eins telur 90—100 þúsund sálir, flytur út vörur fyrir 40—45 miljónir kr. auk þess, sem fæst daglega til matar úr sjónum, skuli svelta, einkum þar, sem landburður er mestur. Það er gnægð af fiski og kjöti til matar, nóg ull til fata, útflutningur skiftir tugum miljóna i krón- um og menn eru svangir. Slíkt búskap- arlag getur ekki heitið gott. Fyrir fáum árum gerðu nokkrir menn það að gamni sínu, að vega hreina þurra vorull á móti cheviotpjötlu úr búð. A annari skálinni var ull sem kostaði 2 krónur, en á hinni jafn þungi af cheviot, og það var 45 króna virði. Það er gott dæmi upp á búskapinn. Ritstj. .Saumur' frá Nantes. Franska gufuskipið »Saumur« strand- aði nýlega við »Johns Kapel« á Borg- undarhólmi, og náðu tvö björgunarskip Switzers því á flot. Skip þetta er um 3000 smálestir og stóð í grjóti milli stórra kletta að eins 60 metra frá landi, er björgunarskipin komu á vettvang. Afturstefni og stýri var brotið og farmrúm fult af sjó. Skipið var dregið til Kaupmannahafnar og verður þar gert við það. Aldur þess eru að eins þrjú ár, en strandað hefir það tvisvar áður, í bæði skifti í Eystrasalti og er þetta þriðja sinn í sama farvatni. Það var á leið frá Frakklandi til Finnlands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.