Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 8
186 ÆGIR Mótornámskeíð á ísafirði. p. t. ísafirði, 20. nóv. 1923. Fiskifélag íslands, Reykjavik. Eftir beiðni herra Kristjáns Jónssonar, erindreka yðar á ísafirði, hélt eg mótor- námskeið hér á ísafirði fyrir yðar reikn- ing frá 9. október til 18. þ. m. Nemendur voru 23 við munnlegu kensluna, en 21 við þá verklegu. Þeir tveir nemendur, sem að eins tóku þátt í munnlegu kenslunni gengu auðvitað ekki undir próf að námskeiðinu loknu, Verklega kenslan stóð yflr allan námstimann 6 klukkustundir dag hvern, og fór fram á vélaverkstæði, sem nýlega hafði hætt að starfa vegna fjárskorts. Staðurinn var mjög heppilegur til verk- legu kenslunnar, plássgóður og nægileg verkfæri fyrir hendi til notkunar við kensluna. Tel eg þessi þægindi eiga drjúgan þátt í því hve margir af nem- endum náðu prófi og hve mörgum nemendum var hægt að kenna i einu. — Við kensluna og æfingar voru notað- ar alls 4 vélar, voru tvær þeirra litlar fjórgengisvélar, nefníl. 4 hesta »Alpha« og ein ca. 10 hesta »Gideon«, sem einn- ig er fjórgengisvél. Ennfremur var sett upp ca 6 hesta »Finnöy«, sem er tví- gengisvél með vatnsinnsprautun. þessi síðasttalda vél hafði aðeins verið notuð i fiskibát ca. (8 mánuði) en var þó svo slitin, að illmögulegt var að koma henni í gang vegna þess hvað stimpillinn var orðinn óþéttur. Af þessum ástæðum var ekki hægt að nota hana til verulegrar kenslu og var hún því tekin burt af námskeiðinu, nokkru áður en því lauk. Af hinum vélunum voru nemendur að- allega æfðir i því að byggja upp og laga »Alpha« vélarnar, sem voru mjög af sér gengnar og alls ekki i gangfæru standi þegar byrjað var. Við þetta fengu allir nemendur töluverða æfingu í ýmsri véla- vinnu eins og hún er algengust á sæmi- lega færum vélaverkstæðum, er starfa að viðgerð mótora. — Af þeim atriðum, sem eg lagði- aðaláherslu á við þennan kafla verklegu kenslunnar, skal eg nefna þessi: sverfa sléttsvarf, sverfa og fága rispaða eða marða öxla, laga og setja fasta skrúftappa og skrúfnagla, prófa og slípa ventla, sverfa slithringi úr skemd- um eða brunnum ventilhöttum o. fl., sverfa frígang í legur, prófa öxla í leg- um, fella þær saman og skafa þar til öxullinn hvílir örugt á þeim. Hreinsa og laga smurningsganga o. s. frv. Ennfrem- ur laga olíu- og vatnspípur mótorsins, að silfur- eða harðkveikja og tinkveikja olíu- og vatnsleiðslur og margt fleira smávegis, sem að viðgerðum lýtur og sem eg taldi heppilegt að nemendur fengju tilsögn í. — Ennfremur var auð- vitað sá kafli hinnar verklegu kenslu, sem að vanalegri notkun, hirðingu og stjórn vélanna lýlur, tekin svo ýtarlega, sem kostur var á og timinn leyfði. Allir nemendur voru margsinnis æfðir i því að laga ýmsar truflanir, stilla ventla, tannhjól, »justera« olíugjöf og gangráð o. fl. sem of langt yrði upp að telja hér. Við truflanir, sundurtekningu og sam- setningu vélanna var sérskaklega lögð áhersla á hreinlæti og vandvirkni og að unnið væri skipulega. Munnlega kenslan stóð einnig allan námskeiðstímann og að jafnaði 2 klukku- stundir á kveldi. Þar var kend gerð og tilgangur hinna ýmsu vélaparta, hinir ýmsu gallar og kostir þeirra, truflanir og lagfæring þeirra. Ennfremur almennur vélafróðleikur, eftir . því, sem tíminn leyfði, og fyrirkomulag hinna ýmsu mótortegunda, sem nú tíðkast hér og erlendis. — Ennfremur kendi eg í byrj-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.