Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 10
188 ÆGIR 5. Séreinkenni tvigengisvéla með glóð- arhöfuðskveikingu. | 6. Lýsing á glóðarhöfðum nokkurra mótortegunda og hvernig þær fá olíuna. 7. Sveifaröxull, milliöxull, skrúfuöxull, stefnispípa og skrúfa með hreyfan- legum blöðum. Fyrirkomulagi nokk- urra tegunda lýst í aðaldráttum. 8. Stutt lýsing á nokkrum tegundum gangráða, — »Regulatora«. 9. Almennar kupplingar og notkun þeirra. Hvernig hert á núningskúpl- ingu með stillanlegum bökkum o. s. frv. 10. Skiftikupling og fyrirkomulag henn- ar í aðaldráttum. 11. Legur og ýtarleg lýsing á meðferð þeirra o. s. frv. 12. Oliuleiðslan, olíupumpan og inn- spítingsútbúnaðurinn á vanalegum glóð-höfuðsvélum. — Notkun og hirðingu ítarlega lýst. 13. Kælivatnið og notkun þess. 14. Vatnsinnspiting í brensluna og notk- un hennar. 15. Gangsetning með þrýstilofti og hirð- ing tækjanna, sem til þess eru ætluð. 16. Aðaleinkenni tvígengis- og fjórgeng- is-Dieselvéla. Háþrýstiloftspumpan, olíugjöfin og hvernig gangráðurinn verkar á hana. 17. Einfaldur vélapartur teiknuður, mæld- ur og stærðirnar settar á teikning- una þannig að teikningin sé nægi- leg án nokkurrar annara skýringar til þess að hægt sé að smíða hlut- inn rétt og nákvæmt eftir teikning- unni einni. 18. Hringsmurning og baðsmurning. — Notkun og hirðing lýst. 19. Smurningsáhöld, notkun þeirra og hirðing. 20. Kveikipunktur benzinmótora og hvernig hann er stiltur. 21. Hvað er kraftur og hve stórt er »hestaíl«. — Hvað er volt, ampere og watt? Nefndarálit. A fundi Fiskifélags Súgfirðinga hinn 4. des. 1922, mætti erindreki Fiskifélags ís- lands, Kristján Jónsson. Kom þar meðal annars til umræðu merking veiðarfæra. Duldist það engum, að hér væri á ferð- inni nauðsynjamál, sem vert væri þess að athugað yrði, því ljóst þótti það, að merking veiðarfæra þyrfti að vera þann- ig úr garði gerð, að ekki væri með léttu móti hægt að afmá merkinguna án þess að eyðileggja veiðarfærin að meiru eða minna leyti, því til mundu þeir menn vera, sem eigi virtu eignarréttinn meira en svo, að ef auðvelt væri að afmá merkin, teldu þeir ekki úr vegi að eign- ast fundin veiðarfæri. Hins vegar mun merking nú vera þannig úr garði gerð, að alls ekki sé auðvelt að skila veiðar- færum til réttra eigenda, þótt finnendur hefðu fullan hug á þvi. Á þessum fundi var svo kosin nefnd til að athuga hversu merkingu veiðarfæra yrði bezt komið í framkvæmd, þannig að not mættu að verða, og urðum við undirritaðir fyrir kosningunni. Okkur var það strax ljóst að merking- in þyrfti að vera þannig, að sem erfið- ast væri að afnema, annars væri hún til einkis nýt. Varð það að samkomulagi, að hallast að því að mála randir á lóð- artaumana, með ýmsum litum, eins og nú tíðkast á Norðurlandi (Siglufirði og grend). — Er oss ekki kunnugt um að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.