Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 12

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 12
190 ÆGIR Hreppsl.: Ijósblátt. Utgerðarmannalitur: dökkgrænt—ljósrautt. Okkur dylst ekki að margt muni mega finna að þessu, en þó eigi það, að með rólegri og skynsamlegri yfirvegun sé ekki hægt að framkvæma merkingu veiðar- færa með þessari tilhögun. Framkvæmd á þessu máli höfum við hugsað þannig, að ef þessi hugmynd þætti nýtileg, væri erindrekunum, af stjórn Fiskifélagsins, falið að ræða það með fiskifélagsdeildum víðsvegar um landið og þætti okkur þá líklegt að hug- myndin gæti fekið þeim breytingum til batnaðar að málið yrði lagt fyrir næsta Fiskiþingj er annaðist um frekari fram- gang þess, svo sem niðurröðun sýslu- merkja og, — eftir tillögu fjórðungsþinga — hreppamerkja eða veiðistöðva, en deildirnar söfnuðu merkjum útgerðar- manna og væri siðan prentuð merkja- bók fyrir alt landið. Suðureyri, 31. jan. 1923. Oddur V. Hallbjörnsson, Pórður Pórðarson, Hans Kristjánsson. Fjórðungsþiog Vestfirðioga. (Útdráttur). Ár 1923, hinn 9. dag nóvembermánað- ar, var hið 5. fjórðungsþing fiskideild- anna í Vestfirðingafjórðungi haldið á ísa- firði. Mættir voru 7 fulltrúar frá 7 fiski- deildum og auk þess varaforseti fjórð- ungsins. Á þinginu voru þessi mál tekin fyrir og eftirfarandi tillögur gerðar: I. Landhelgisgæzlan. Svo hljóðandi til- laga samþykt: a. »Fjórðungsþingið skorar fastlega á Fiskiþingið að beitast fyrir því, að landhelgisgæzlu verði haldið uppi með sama eða svipuðu fyrirkomu- lagi og gert er ráð fyrir í nefndar- áliti Fiskiþingsins um þetta mál 1922, og óskar þess jafnframt, að gæzlu- tímabil fyrir Vestfjörðum verði frá 15. júlí til 15. desember«. b. »Fjórðungsþingið beinir því til fiski- deildanna og sjómmannastéttarinnar yflr höfuð að beita sér fyrir öflugri landhelgisgæzlu fyrir Vestfjörðum«. Sömuleiðis var samþykt að fjórðungs- þingið skrifi sýslunefndum: Norður-lsa- fjarðar-, Vestur-ísafjarðar- og Vestur- Barðastrandasýslna, bréf, til stuðnings- máli þessu. II. Stgrkur til sundlaugabyggingar. Eft- irfarandi tillaga var samþykt: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélagið að veita 2000 krónur til byggingar nýrr- ar sundlaugar á Reykjanesi við Isafjarð- ardjúp«. »Jafnframt skorar fjórðungsþingið á Fiskiþingið að veita styrk til fullnaðar- byggingar sundlaugar i Bolungavík. III. Lóðamörk. Þessi tillaga samþykt: »Fjórðungsþingið telur nauðsynlegt að lögboðin verði merking á veiðarfærum og skorar á stjórn Fiskifélagsins að und- irbúa málið og leggja síðan tillögur sín- ar fyrir fiskideildir og Fiskiþing«. IV. Verkleg sjómannanámskeið. Tillaga svo hljóðandi samþykt: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið að auka fjárframlög til verklegra sjó- mannanámskeiða, og bendir jafnframt á, að ekki nægi minni upphæð en 1000 kr. til slíks námsskeiðs á ísafirði, sem fjórð- ungsþingið telur nauðsynlegt að haldið verði á næsta ári.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.