Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 14
192 ÆGIR Skipaskráin 1923. Arið 1919 var hin síðasta skrá yfir is- lenzk skip birt sem viðbót við danska skipalistann eins og áður hafði verið gert. Voru þá íslenzku skipin talin 154 (41 gufuskip, 113 mótor- og gufuskip). Með sjálfstæði landsins fylgdi, að hér varð framvegis að vinna að skipaskránni eins og mörgu öðru, og birtist hin fyrsta i almanaki handa íslenzum flskimönn- um 1920 og voru í henni talin skip, að 50 brútto smálestum, þareð ógjörningur var að fá upplýsingar um minni skip, með þeim stutta fyrirvara (8. des.), sem gcfinn var. I skránni voru það ár tilgreind 72 skip, og mátti búast við að næsta ár yrði komist að 30 rúmlesta skipum og skrá- in þannig aukin ár frá ári, til þess að sýna skipastól landsins sem eign, og auk þess getað svarað fyrirspurnum greið- lega, er um kaup eða endurtryggingu skipa væri að ræða. Skipaskrár landa eru sérstök bók, en ekki fáeinar blað- síður í sjó-almanaki, sem í fárra hendur lcemst, eflir fyrirspurnum þeim að dæma, sem gerðar hafa verið á skrifstofur Fiski- félagsins og Sjóvátryggingarfélags Islands utan af landi, hvar sú bók væri fáanleg. Skipaskráin þessi árin, um 70 skip, eru að tölunni til */« af skipastólnum og er það illa farið, að þeir sem ókunnugir eru öllu hér, skuli sjá það á prenti, að skip íslendinga séu að eins um 70, þeg- ar skrá Færeyinga nær yfir rúm 150 skip. í fyrra gengu úr skránni skipin: »Svala«, »Haukur«, »Sterling«. 1923: [»Borg«, »Ethel«, »Skjöldur«, »Esther«, »Harry«, »Worsley«, »Sur- price«. Þetta eru 10 skip og öll fremur stór. Viðbót verður: »Esja«, »ísafold« gufuskip (ómæld), »Noreg« gufuskip (ófullkomin lýsing í almanaki). Skráin minkar því um 7 skip frá því 1923. í þetta skarð mætti bæta við 1924 til þess minna bæri á fátæktinni. Mótorskipinu: »Kristian« (ex-Höken) Akureyri«. Gufuskipunum: »Blaahvalen«, »Gola« (ex-Olga), »RoIf«, »Ludolph Eide«, »Elín«, »Magni«, »Garðar« frá Seyðisfirði og stóra »Rolf« Krossanesi, »Hugo« og »Havdís« frá Siglufirði og fl., en í skipaskrá stjórn- arráðsins finnast þessi skip ekki og í skipaskrá landsins má ekki, ef vel á að vera, taka önnur skip en þar finnast, sé skipaskrá hér, eins og annarsstað er, officiel skrá, sem ber saman við það, sem ritað er i skipastólsbækur rikisins. Eg hefi unnið að þessari skrá, síðan hyrjað var að gefa hana út, og hefi lista yfir mörg hundruð fleytur landsins, en alt er það á sömu bókina lært. Aldur, smíðastöð, lengd, breidd og dýpt vantar, stærð vafasöm, einkum stærðin 29,99 tonn, sem eg tel grunsama, síðan eg sá bát af þeirri stærð ferma 45 tons af salti. Á þessari óreglu við mælingu skipa og mörgu fleiru skipastólnum áhrærandi, verður að ráða bót, því það er enginn ábati, að halda því leyndu, hversu mörg skip landsins eru og jafnvel vafasamt, hvort ekki er tjón að prenta skrá yfir islenzk skip, sem að eins telur um 70 skip eða l/8 af Því sem til er. Hvar mál margra skipa, sem sigla undir islenzkum fána, eru niðurkomin, veit eg ekki, en að eins það, að þau finnast ekki í þeim bókum, þar sem þau eiga að standa, og það heftir framkvæmd-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.