Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1923, Blaðsíða 17
ÆGIR 195 Vestur-Húnavatnss.: Þórarinn Jónsson, á Hjaltabakka. Vestmannaeyjar: Jóhann Jósefsson. Visur úr ljóðabréfi til Ivars Helgasonar, frá Halldóri Sæmundssyni 1884. Man eg forðnm »Farsæl« þorðum setja út á bláa ýsutún aldan há þó gretti brún. Hertu róður runnar móðuloga vestur á Svið og vítt um mar vega- kviðu -lengd ei par. Oft þar góður afli bjóðast náði. svo að hlóðum sigluhund sels um slóð á skamri stund. Man eg líka mastraflíkur þöndust út á bláum eyjahring oft í þráum landsynning. Pú í stafni stóðst á drafnahéra lék þín hönd um hjálmunvöl hnýsulöndin yfir svöl. Fjörð í Hafnar fleyttum Drafnarljóni; vopna þundar vasklegir voru stundum ölvaðir. Greyptum mundum glösin undur friðu. Laxa- mjúku -leiðum á létum fjúka kvæðin þá. Nú eg heima hrund hjá seima uni eftir Hrannar orra klið að formanna gömlum sið. Þeir nær hættu hörðum slætti sverða, settust búum sínum að, seimabrú og festu’ í stað. Svo í næði nutu gæða lífsins, loga sjóar laugaðir loksins dóu fjörgamlir. Þeirra dæmi þykir Sæmunds-niðja sér vel hæfa’ á seinni tíð svo ef gæfan leyflr blíð. Halldór Sæmundsson er Húnvetning- ur; dvaldi nokkur ár á Vatnsleysuströnd, flutti þaðan norður í Húnavatnssýslu, bjó þar nokkur ár, og fluttist svo til Vesturheims, og var þar enn á lífi fyrir fáum árnm. í. H. Atli í Vestmannaeyjum. Siðastliðna vetrarvertíð gengu nær 70 mótorbátar í Vestmannaeyjum og öfluðu um 25,000 skpd. af saltfiski, þar af full 22,000 af þorski, sem af fóru að eins 95 fiskar í skpd. eða að tölu alls hér um bil 21/* milj. fiska. Af þessu veiddust eitt- hvað um 2/s í net. Úr þorskinum feng- ust 836000 I. (8360 hJ.) af lifur (2*/* fiskur gerðu 1 1.) og 34830 kg, af sund- maga (60 fiskar gerðu 1 kg.). Þetta gerir í söluverði: 25000 skpd. af saltf. á 100 kr. 2,500,000 kr. 8360 hl. af lifur á 30 kr. 250.800 — 34830 kg. af sundmaga á 4/50 kr. kg. ........ 156,745 — Samtals: 2,907,545 kr. Við þetta bætast svo hrogn, hausar, slóg og úrgangur, sem hefir orðið lítils virði. Það má því vel segja, að allur aflinn hafi orðið 3 milj. króna, og sé honum skift niður á nær 70 báta þá verður það vel 40,000 kr. á bát, eða um 10,000 kr. um mánuðinn þá c. 4 mán. sem vertíðín stendur yfir. Dýr má þá útgerðin vera ef hún gefur eigi mjög góðan arð, og drjúgur er Vestmannaeyja sjórinn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.